Strengjakvartett
Útlit
Strengjakvartett er lítil kammerhljómsveit sem oftast samanstendur af tveimur fiðlum (fyrstu fiðlu og annarri fiðlu), lágfiðlu og sellói. Orðið er einnig notað um tónverk sem er skrifað fyrir slíka sveit. Strengjakvartettar hafa verið vinsælir síðan á 18. öld og eru löngu orðnir rótgróinn hluti klassískrar vestrænnar tónlistar.