Michael Schumacher
Útlit
Michael Schumacher (f. 3. janúar 1969) er þýskur akstursíþróttamaður. Hann hefur sjö sinnum hlotið heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 og er það heimsmet út af fyrir sig.
Þann 29. desember 2013 hlaut Schumacher alvarlega höfuðáverka í skíðaslysi í Frakklandi og hætti í kjölfarið að birtast opinberlega. Hann dvaldi lengi á frönsku sjúkrahúsi en var síðan fluttur á sérútbúna gjörgæslu á heimili sínu í Genf.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Schumacher 50 ára — ástandið enn óljóst“. mbl.is. 3. janúar 2019. Sótt 11. desember 2021.
Þetta æviágrip sem tengist akstursíþróttum og Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.