Fara í innihald

Kóreska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kóreanska)
Kóreska
한국어 (韓國語) (Suður-Kórea)
조선말 (朝鮮말) (Norður-Kórea)
Málsvæði Norður-Kórea og Suður-Kórea
Fjöldi málhafa 77.233.270
Ætt Kóresk mál
Skrifletur Hangul
Hanja
Romaja
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Suður-Kóreu Suður-Kórea
Fáni Norður-Kóreu Norður-Kórea
Fáni Kína Kína (Yanbian og Changbai)
Viðurkennt minnihlutamál Samveldi sjálfstæðra ríkja
Stýrt af Kóresku tungumálastofnuninni
Tungumálakóðar
ISO 639-1 ko
ISO 639-2 kor
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Kóreska (Suður-Kóreska: 한국어 , hangugeo; Norður-Kóreska: 조선말 , chosŏnmal) er fyrsta mál um 80 milljón manns, mest af kóreskum uppruna, sem gerir það að þrettánda mest talaða tungumáli heims. Það er málið sem er notað bæði í Norður- og Suður-Kóreu (þ.e. landfræðilega á Kóreuskaganum). Þessi tvö lönd nota málið aðeins mismunandi, og munurinn er svipaður og á milli meginlands Kína og Taívan, en stjórnmálalegur ágreiningur hefur aukið þann mun. Norður-Kórea hefur sett lög sem gera suður-Kóreska afbrigðið ólöglegt, að viðlagðri dauðarefsing,[1] og menntun og fjölmiðlar í Suður-Kóreu lýsa afbrigðinu úr norðri sem skrítnu og óþægilegu.[2]

Fyrir utan notkun í Kóreu, er málið líka minnihlutamál í t.d. hluta af Kína, þ.e. í Jilin, og hjá hluta fólks á rússnesku eyjunni Sakhalín, sem er norður af Japan. Kóreska hefur 7 málsnið (sjá nánar hér) og málið er líka með virðingarkerfi varðandi formleika í mismunandi aðstæðum, t.d. til að sýna auðmýkt

One basic rule of Korean honorifics is ‘making oneself lower’; the speaker can use honorific forms and also use humble forms to make themselves lower

Ekki hefur tekist að sýna fram á skyldleika kóresku við neitt annað tungumál. Helmingur orðaforðans eru tökuorð úr kínversku.

Engin tilvísunarfornöfn eru til í kóresku og enginn greinir. Nafnorð flokkast ekki í kyn og taka engum breytingum í fleirtölu. Kóreska er ýmist rituð lóðrétt eða lárétt með Hangul sem hefur 40 bókstafi. 21 bókstafur táknar sérhljóð (tíu einhljóð og ellefu tvíhljóð) en nítján bókstafir tákna samhljóð, þar af tákna fimm stafir tvö samhljóð í einu. Grundvallarorðaröð er frumlag — andlag — sögn.

Elstu ritheimildir eru frá um 1100.

Nútíma kóreska er skrifuð frá vinstri til hægri (en líkt og með kínversku getur líka verið skrifuð lóðrétt) með kóreska stafrófinu (sem heitir hangúl, 한글, í Suður-Kóreu en chosŏn'gŭl, 조선글, í Norður-Kóreu). Hangúl (e. hangul) er stundum skrifað hangeul á ensku. Letrið styðst við 24 einfalda stafi (jamo) og 27 flóknari stafi sem búnir er til úr þeim einföldu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Daily NK obtains the full text of the Pyongyang Cultural Language Protection Act“. 23. mars 2023. Sótt 27. apríl 2023.
  2. "북한말, 낯설고 과격하기만 하다고요? 그건 착각입니다". 노컷뉴스. 24. ágúst 2019. Sótt 28. apríl 2023.