Tilvísunarfornafn
Útlit
(Endurbeint frá Tilvísunarfornöfn)
Tilvísunarfornafn (skammstafað sem tfn.) er fornafn sem er að margra dómi ekki til í íslensku. Orðin sem og er eru þá talin tilvísunartengingar enda eru þau óbeygjanleg (standa í sama kyni og tölu og fallorðið sem þau vísa til) og standa fremst í aukasetningum eins og aðrar tengingar.
Fornafnið er er lítið notað í talmáli. Bæði sem og er teljast oft aðrir orðflokkar:
- Sögn:
- Ég sem ræðu.
- Dagur er liðinn.
- Samtenging:
- Þetta fór sem ætlað var.
- Er birta tók var lagt af stað.
Það þykir málgalli, þegar tengiorðinu að er hnýtt aftan í tilvísunarfornafnið sem, þannig að sagt er til dæmis: Þetta er maðurinn sem að kom í gær. Í skáldskap er þó stundum gripið til þessa, ekki síst þegar fylla þarf upp í braglínuna, svo að hrynjandin verði rétt. Dæmi um það er lína Jónasar Hallgrímssonar:
- Þá er það víst, að bestu blómin gróa
- í brjóstum, sem að geta lundið til.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
- Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.