Fara í innihald

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1966

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1966 eða HM 1966 var haldið í Englandi dagana 11. júlí til 30. júlí. Þetta var áttunda heimsmeistarakeppnin. Heimamenn urðu heimsmeistarar og urðu þar með þriðju gestgjafarnir ásamt Úrúgvæ og Ítalíu til að ná þeim árangri. Aldrei áður höfðu svo margir áhorfendur mætt á leiki heimsmeistaramóts að meðaltali og var það met ekki slegið fyrr en á HM 1994.

Val á gestgjöfum

[breyta | breyta frumkóða]

Þrjú lönd föluðust eftir að halda keppnina: England, Spánn og Vestur-Þýskaland. Þegar kom að FIFA-þinginu 1960 drógu Spánverjar sig til baka. Kosið var á milli hinna tveggja og hlutu Englendingar 34 atkvæði gegn 27 atkvæðum Þjóðverja.

Undankeppni

[breyta | breyta frumkóða]
Frímerki í tilefni af HM 1966.

Gestgjafar Englands og heimsmeistarar Brasilíumanna fengu sjálfkrafa sæti. Önnur 72 lið hugðust keppa um lausu sætin 14. Norður-Kórea þurfti einungis að vinna Ástralíu í tveimur leikjum til að komast í sína fyrstu úrslitakeppni, en önnur lið sem áttu að keppa í Asíu- og Eyjaálfukeppninni drógu sig í hlé. Engin óvænt úrslit urðu í Ameríkukeppnunum, þótt Síle hafi þurft aukaleik til að slá Ekvador úr keppni.

Íslendingar skráðu sig til leiks og drógust í riðil með Vestur-Þjóðverjum, Svíum og Kýpverjum. Líkt og fjórum árum fyrr hætti Ísland við keppni, en Þjóðverjar komust áfram. Portúgal komst í úrslitakeppnina á kostnað Tékkóslóvakíu, silfurliðsins frá HM 1962. Norður-Írar með George Best í broddi fylkingar veittu Svisslendingum harða keppni, en gerðu óvænt jafntefli gegn Albönum í lokaleik og þar með var HM-draumurinn úti. Spánn og Írland þurftu oddaleik til að skera úr um hvort liðið kæmist til Englands og höfðu Spánverjar betur. Asíuríkið Sýrland átti að vera þriðja liðið í riðlinum en dró sig úr keppni.

Sniðganga Afríkuríkja

[breyta | breyta frumkóða]

Fulltrúar knattspyrnusambanda í Afríku voru afar ósáttir við að heimsálfunni væri ekki tryggt neitt öruggt sæti í úrslitakeppninni, sem og að Suður-Afríkumönnum hefði verið veitt aðild að FIFA þrátt fyrir kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í landinu. Ákváðu ríki álfunnar því að sniðganga mótið. FIFA féllst á að vísa Suður-Afríku á dyr en allt kom fyrir ekki. Frá og með HM 1970 var Afríku tryggt sæti. Þrátt fyrir sniðgönguna var metfjöldi þjóða sem tók þátt í undankeppninni.

World Cup Willie var fyrsta lukkudýr HM-sögunnar. Það var teiknimyndaljón í treyju með breska fánanum og áletruninni football yfir brjóstinu að sparka í bolta. Var þetta eitt fyrsta dæmið um slíkt lukkudýr í tengslum við íþróttakeppni.

Þátttökulið

[breyta | breyta frumkóða]

Sextán þjóðir mættu til leiks frá fjórum heimsálfum.

Átta vellir voru notaður á HM og var enginn þeirra nýr eða sérbyggður fyrir keppnina. Þannig var Wembley-leikvangurinn yngstur, byggður árið 1923. Flytja þurfti viðureign Úrúgvæ og Frakklands frá Wembley þar sem leikvangurinn var upptekinn fyrir hundaveðhlaup á keppnisdeginum. Wembley hýsti flesta leikina, níu í allt, þar af allar viðureignir heimamanna.

London Birmingham
Wembley White City Stadium Villa Park
Áhorfendur:98,600 Áhorfendur:76,567 Áhorfendur:52,000
Liverpool Manchester
Goodison Park Old Trafford
Áhorfendur:50,151 Áhorfendur:58,000
Sheffield Sunderland Middlesbrough
Hillsborough Stadium Roker Park Ayresome Park
Áhorfendur:42,730 Áhorfendur:40,310 Áhorfendur:40,000

Riðlakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í fjórum riðlum með fjórum liðum í hverjum.

Eitt einkenni HM 1966 var að þátttökuliðin léku flest mun varfærnari leikaðferð og lögðu meiri áherslu á agaðan varnarleik en tíðkast hafði í fyrri keppnum. Það sást greinilega í riðli gestgjafanna. Englendingar fóru auðveldlega upp úr riðlinum án þess að fá á sig mark. Úrúgvæ fylgdi þeim í fjórðungsúrslitin.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 England 3 2 1 0 4 0 - 5
2 Úrúgvæ 3 1 2 0 2 1 2,00 4
3 Mexíkó 3 0 2 1 1 3 0,33 2
4 Frakkland 3 0 1 2 2 5 0,40 1
11. júlí 1966
England 0-0 Úrúgvæ WembleyLondon
Áhorfendur: 87.148
Dómari: Istvan Zsolt, Ungverjalandi
13. júlí 1966
Frakkland 1-1 Mexíkó WembleyLondon
Áhorfendur: 69.237
Dómari: Menachem Ashkenazi, Ísrael
Hausser 62 Borja 48
15. júlí 1966
Úrúgvæ 2-1 Frakkland White City leikvangurinn, London
Áhorfendur: 45.662
Dómari: Karol Galba, Tékkóslóvakíu
Rocha 26, Cortés 31 De Bourgoing 15 (vítasp.)
16. júlí 1966
England 2-0 Mexíkó WembleyLondon
Áhorfendur: 92.570
Dómari: Concetto Lo Bello, Ítalíu
B. Charlton 37, Hunt 75
19. júlí 1966
Mexíkó 0-0 Úrúgvæ WembleyLondon
Áhorfendur: 61.112
Dómari: Bertil Lööw, Svíþjóð
20. júlí 1966
England 2-0 Frakkland WembleyLondon
Áhorfendur: 98.270
Dómari: Arturo Yamasaki, Perú
Hunt 38, 75

Vestur-Þjóðverjar og Argentínumenn höfðu lítið fyrir að komast í fjórðungsúrslitin. FIFA áminnti þó argentínska liðið fyrir grófan leik, einkum í viðureigninni gegn Vestur-Þýskalandi. Sigur Þjóðverja á Svisslendingum, 5:0, reyndist sá stærsti í keppninni.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Vestur-Þýskaland 3 2 1 0 7 1 7,00 5
2 Argentína 3 2 1 0 4 1 4,00 5
3 Spánn 3 1 0 2 4 5 0,80 2
4 Sviss 3 0 0 3 1 9 0,11 0
12. júlí 1966
Vestur-Þýskaland 5-0 Sviss Hillsborough Stadium, Sheffield
Áhorfendur: 36,127
Dómari: Hugh Phillips, Skotlandi
Held 16, Haller 21, 77 (vítasp.), Beckenbauer 40, 52
13. júlí 1966
Argentína 2-1 Spánn Villa ParkBirmingham
Áhorfendur: 42.738
Dómari: Dimitar Rumenchev, Búlgaríu
Artime 65, 79 Pirri 71
15. júlí 1966
Spánn 2-1 Sviss Hillsborough Stadium, Sheffield
Áhorfendur: 32.028
Dómari: Konstantin Zečević, Júgóslavíu
Sanchís 57, Amancio 76 Quentin 31
16. júlí 1966
Argentína 0-0 Vestur-Þýskaland Villa ParkBirmingham
Áhorfendur: 46.587
Dómari: Tofiq Bahramov, Sovétríkjunum
19. júlí 1966
Argentína 2-0 Sviss Hillsborough Stadium, Sheffield
Áhorfendur: 32.127
Dómari: Joaquim Campos, Portúgal
Artime 52, Onega 79
20. júlí 1966
Vestur-Þýskaland 2-1 Spánn Villa ParkBirmingham
Áhorfendur: 42.187
Dómari: Armando Marques, Brasilíu
Emmerich 39, Seeler 84 Fusté 23

Brasilíumenn mættu til leiks sem tvöfaldir heimsmeistarar með Garrincha og Pelé, báða í fullu fjöri. Velgengnin reyndist þó tvíeggjað sverð. Öfugt við fyrri keppnir fóru stjórnarmenn í brasilíska knattspyrnusambandinu að hlutast til um valið á liðinu og gerð var krafa til að öll helstu félög landsins ættu fulltrúa. Ómarkviss undirbúningur og leikmannahópur með of mörgum miðlungsmönnum og mönnum sem komnir voru af léttasta skeiði reyndist taka sinn toll. Brasilíumenn féllu úr keppni eftir að hafa tapað fyrir bæði Ungverjum og spútnikliði Portúgala sem mætti til leiks á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Markahrókurinn Eusébio skoraði tvívegis í lokaleiknum gegn Brasilíumönnum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Portúgal 3 3 0 0 9 2 4,50 6
2 Ungverjaland 3 2 0 1 7 5 1,40 4
3 Brasilía 3 1 0 2 4 6 0,67 2
4 Búlgaría 3 0 0 3 1 8 0,13 0
12. júlí 1966
Brasilía 2-0 Búlgaría Goodison ParkLiverpool
Áhorfendur: 47.308
Dómari: Kurt Tschenscher, Vestur-Þýskalandi
Pelé 15, Garrincha 63
13. júlí 1966
Portúgal 3-1 Ungverjaland Old TraffordManchester
Áhorfendur: 29.886
Dómari: Leo Callaghan, Wales
José Augusto 2, 67, Torres 90 Bene 60
15. júlí 1966
Ungverjaland 3-1 Brasilía Goodison ParkLiverpool
Áhorfendur: 16.027
Dómari: Ken Dagnall, Englandi
Bene 2, Farkas 64, Mészöly 73 (vítasp.) Tostão 14
16. júlí 1966
Portúgal 3-0 Búlgaría Old TraffordManchester
Áhorfendur: 16.027
Dómari: José María Codensal, Úrúgvæ
Vutsov 7 (sjálfsm.), Eusébio 38, Torres 81
19. júlí 1966
Portúgal 3-1 Brasilía Goodison ParkLiverpool
Áhorfendur: 16.027
Dómari: George McCabe, Englandi
António Simões 15, Eusébio 27, 85 Rildo 73
20. júlí 1966
Ungverjaland 3-1 Búlgaría Old TraffordManchester
Áhorfendur: 24.129
Dómari: Roberto Goicoechea, , Argentínu
Davidov 43 (sjálfsm.), Mészöly 45, Bene 54 Asparuhov 15

Einhver óvæntustu úrslit knattspyrnusögunnar sáu dagsins ljós þegar Norður-Kóreumenn fóru áfram á kostnað Ítala eftir 1:0 sigur. Norður-Kórea varð þannig fyrsta liðið utan Evrópu og Suður-Ameríku til að komast upp úr riðlakeppninni. Tuttugu ár áttu eftir að líða uns Marokkó lék sama leik á HM 1986. Sovétmenn unnu alla leiki sína í riðlinum og hlutu toppsætið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Sovétríkin 3 3 0 0 9 2 4,50 6
2 Norður-Kórea 3 1 1 1 2 4 0,50 3
3 Ítalía 3 1 0 2 2 2 1,00 2
4 Síle 3 0 1 2 2 5 0,40 1
12. júlí 1966
Sovétríkin 3-0 Norður-Kórea Ayresome Park, Middlesbrough
Áhorfendur: 23.006
Dómari: Juan Gardeazábal Garay, Spáni
Malofeyev 31, 88, Banishevskiy 33 Bene 57
13. júlí 1966
Ítalía 2-0 Síle Roker Park, Sunderland
Áhorfendur: 27.199
Dómari: Gottfried Dienst, Sviss
Mazzola 8, Barison 88
15. júlí 1966
Síle 1-1 Norður-Kórea Ayresome Park, Middlesbrough
Áhorfendur: 13.792
Dómari: Ali Kandil, Sameinaða Arabalýðveldinu
Marcos 26 (vítasp.) Pak Seung-zin 88
16. júlí 1966
Sovétríkin 1-0 Ítalía Roker Park, Sunderland
Áhorfendur: 27,793
Dómari: Rudolf Kreitlein, Vestur-Þýskalandi
Chislenko 57
19. júlí 1966
Norður-Kórea 1-0 Ítalía Ayresome Park, Middlesbrough
Áhorfendur: 17.829
Dómari: Pierre Schwinte, Frakklandi
Pak Doo-ik 42
20. júlí 1966
Sovétríkin 2-1 Síle Roker Park, Sunderland
Áhorfendur: 16.027
Dómari: John Adair, Norður-Írlandi
Porkujan 28, 85 Marcos 32

Fjórðungsúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Einhver magnaðasta viðureign í sögu HM leit dagsins ljós á Goodison Park þar sem Portúgalir lentu 0:3 undir en unnu að lokum spútniklið Norður-Kóreu 5:3. Vestur-Þjóðverjar unnu Úrúgvæ sannfærandi eftir að Suður-Ameríkuliðið missti tvo leikmenn af velli. Dómarinn þurfti einnig að grípa til brottvísunar í leik Englands og Argentínu. Antonio Rattín var rekinn af velli en vegna tungumálaörðugleika reyndist dómaranum erfitt að gera honum það skiljanlegt. Í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að útbúa gul og rauð spjöld til að nota í milliríkjaleikjum. Sovétmenn voru svo fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

23. júlí 1966
Sovétríkin 2-1 Ungverjaland Roker Park, Sunderland
Áhorfendur: 26.844
Dómari: Juan Gardeazábal Garay, Spáni
Chislenko 5, Porkujan 46 Bene 57
23. júlí 1966
England 1-0 Argentína WembleyLundúnum
Áhorfendur: 90.584
Dómari: Rudolf Kreitlein, Vestur-Þýskalandi
Hurst 78
23. júlí 1966
Vestur-Þýskaland 4-0 Úrúgvæ Hillsborough Stadium, Sheffield
Áhorfendur: 40.007
Dómari: Jim Finney, Englandi
Haller 11, 83, Beckenbauer 70, Seeler 75
23. júlí 1966
Portúgal 5-3 Norður-Kórea Goodison ParkLiverpool
Áhorfendur: 40.248
Dómari: Menachem Ashkenazi, Ísrael
Eusébio 27, 43 (vítasp.), 56, 59 (vítasp.), José Augusto 80 Pak Seung-zin 1, Li Dong-woon 22, Yang Seung-kook 25

Undanúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Öll undanúrslitaliðin voru frá Evrópu. Viðureignunum var víxlað frá því sem ætlað var til þess að gestgjafarnir léku á Wembley. Báðar viðureignir fóru 2:1.

25. júlí 1966
Vestur-Þýskaland 2-1 Sovétríkin Goodison ParkLiverpool
Áhorfendur: 38.273
Dómari: Concetto Lo Bello, Ítalíu
Haller 43, Beckenbauer 67 Porkujan 88
26. júlí 1966
England 2-1 Portúgal WembleyLundúnum
Áhorfendur: 94.493
Dómari: Pierre Schwinte, Frakklandi
B. Charlton 30, 80 Eusébio 82 (vítasp.)

Bronsleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Eusébio skoraði sitt níunda mark í keppninni og var langmarkahæstur. Portúgal hlaut bronsverðlaunin, sem var besti árangur nýliða í keppninni frá árinu 1934.

28. júlí 1966
Portúgal 2-1 Sovétríkin WembleyLundúnum
Áhorfendur: 87.696
Dómari: Ken Dagnall, Englandi
Eusébio 12 (vítasp.), Torres 89 Malofeyev 43

Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Vestur-Þjóðverjar jöfnuðu í blálokin af venjulegum leiktíma, 2:2 svo grípa þurfti til framlengingar. Englendingar náðu forystunni með umdeildu marki Geoff Hurst, en töldu margir að boltinn hefði í raun ekki farið yfir marklínuna. Hurst fullkomnaði svo þrennu sína í blálokin og er enn í dag eini maðurinn sem skorað hefur þrjú mörk í úrslitaleik.

30. júlí 1966
England 4-2 (e.framl.) Vestur-Þýskaland WembleyLundúnum
Áhorfendur: 96.924
Dómari: Gottfried Dienst, Sviss
Hurts 18, 101, 120, Peters 78 Haller 12, Weber 89

Markahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Eusébio var langmarkahæsti maður mótsins með níu mörk. Alls skoruðu 47 leikmenn samtals 89 mörk á mótinu, þar af tvö sjálfsmörk.

9 mörk

6 mörk

4 mörk

3 mörk