David Gray
David Gray | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | David Peter Gray 13. júní 1968 Sale, Cheshire, England |
Störf |
|
Ár virkur | 1992–í dag |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgáfufyrirtæki | |
Vefsíða | davidgray |
David Peter Gray (f. 13. júní 1968) er breskur tónlistarmaður þekktastur fyrir lög sín „Babylon“, „This Year's Love“, „Sail Away“, og „The One I Love“.
Ævisaga
[breyta | breyta frumkóða]David er fæddur 13. júní 1968 í Sale í norðurhluta Manchester-borgar. Um 9 ára aldur fluttist hann með fjölskyldunni til Pembroke-skíris í Wales en sneri til baka til Englands á fullorðinsárunum og settist þá að í norðurhluta landsins til að læra við Liverpool-háskóla. Írar og Wales-búar einkenna aðdáendur hans vegna þess hve mikið hann kom fram á Írlandi og í Wales. Í eitt af fyrstu skiptunum sem hann kom fram í Írlandi kynntist hann Pat Ingoldsby, þekktum írskum gamanleikritahöfundi. Sjónvarpsþátturinn No Disco, sem spilaði óskalög áhorfenda, tók Gray upp á arma sína og lék tónlist hans. Í einum slíkum þætti sá Ingoldsby David í fyrsta sinn. Lagið var „Coming Down“.
Árið 1992 komst David á samning hjá Hut Records í Stóra-Bretlandi og Caroline Records í Bandaríkjunum. Árið eftir kom fyrsta platan út og hét hún A Century Ends. Platan einkennist af þjóðlagagítar og sorglegum textum Davids.
Næsta plata var Flesh en hún kom út árið 1994. Sú fyrri hafði ekki selst í mörgum eintökum, en það stoppaði ekki lagasmíðar Davids. Eftir útgáfu fyrstu plötunnar fór David á tónleikaferðalag með Shawn Colvin. Flesh vakti mikla athygli en hann missti samt samninginn við Hut Records. Aftur á móti bauðst honum samningur við EMI útgáfufyrirtækið.
Næsta plata í röðinni var Sell Sell Sell, sem kom út í takmörkuðu upplagi. David lagði aftur upp í langferð, en í þetta skipti hitaði hann upp fyrir ekki minni hljómsveitir en Radiohead og Dave Matthews Band. Samt sem áður kviknaði ekki glæðan í hlustendum og plötukaupendum. Eitthvert volæði hefur komið í David því hann sagði upp samningi sínum við EMI.
David safnaði saman vinum sínum Clune og Tim Bradshaw, sem hafa unnið saman síðan, árið 1998 og réðust þeir í upptökur á nýrri plötu. Þeir unnu í svefnherbergi Gray í London og söfnuðu fjármunum til vinnunar. Loks gáfu þeir plötuna, White Ladder, út undir eigin merkjum, sem IHT Records. Þetta var platan sem kom honum á toppinn. En þó ekki strax, því það var ekki fyrr en árið 2000 sem hún fór á topp breska vinsældarlistans. Þar er að finna þekktustu lög hans, lög á borð við „This Years Love“, „Sail Away“ og „Babylon“.
Árið 2001 kom fimmta breiðskífa hans út, A New Day at Midnight. Þessi plata sat efst á vinsældalistum líkt og sú sem á undan kom, en einnig Life in Slow Motion sem kom út í september 2005.
Þróun tónlistarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Fyrri hluta ferils síns spilaði David mest þjóðlagatónlist og var þá mest með þjóðlagagítar. Á Sell, Sell, Sell er David farinn að reyna við rokktónlist og jafnvel raftónlist. Á White Ladder, er meira leitað út í popp-tónlist og hljóðgervill mikið notaður. Ef vel er hlustað er jafnvel hægt að heyra umferðarnið í bakgrunni nokkurra laga. Við Life in Slow Motion vann Marius De Vries við framleiðslu, en hann hefur meðal annars unnið með Madonna og Björk.
Hljómsveitin
[breyta | breyta frumkóða]Þegar David Gray ferðast um og heldur tónleika eru oftast þrír aðrir með honum á sviði. Þetta eru:
- Craig McClune, sem hefur unnið með David allt frá Sell, sell, sell. Clune, eins og hann er alltaf kallaður, spilar á trommur og er mjög fjörugur á sviði. Hann klæðist gjarnan Hawaii-skyrtum, eða er jafnvel ber að ofan á tónleikum.
- Rob Malone spilar á bassagítar. Hann er mun hæglátari og það fer ekki mikið fyrir honum á svði.
- Tim Bradshaw spilar á kassagítar, rafmagnsgítar og hljómborð. Tim hefur spilað með hljómsveitum á borð við Dog Eye View's, Fatima Mansion og Poole. Hann grípur í flest öll hljóðfærin á sviðinu og er dugmikill við hljóðblöndun og önnur verk sem til falla.
Eitt og annað
[breyta | breyta frumkóða]- Eiginkona Davids er Olivia, og eiga þau eina dóttur, Ivy, sem er fædd 2002.
- Mágar hans, Phil og Paul Hartnett, stofnuðu raftónlistarsveitina Orbital. David hefur sungið inn á eitt lag með þeim bræðrum; „Illuminate“ af plötunni The Altogether.
- David samdi tónlistina við myndina „This Year's Love“ og lék jafnframt söngvara á bar en Clune lék trommarann.
Útgefin tónlist
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- A Century Ends (1993)
- Flesh (1994)
- Sell Sell Sell (1996)
- White Ladder (1998)
- Lost Songs 95-98 (2000)
- The EPs 1992-1994 (2001)
- A New Day at Midnight (2002)
- Life in Slow Motion (2005)
- Draw the Line (2009)
- Foundling (2010)
- Mutineers (2014)
- Gold in a Brass Age (2019)
- Skellig (2021)
Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]Af A Century Ends:
- „Birds Without Wings“ (1992)
- „Shine“ (1993)
- „Wisdom“ (1993)
Af White Ladder:
- „Please Forgive Me“ (1999) #72 UK
- „This Year's Love“ (1999)
- „Babylon“ (1999)
- „Babylon“ (endurútgáfa) (2000) #5 UK
- „Please Forgive Me“ (endurútgáfa) (2000) #18 UK
- „This Year's Love“ (endurútgáfa) (2001) #20 UK
- „Sail Away“ (2001) #26 UK
- „Say Hello Wave Goodbye“ (2001) #26 UK
Af A New Day At Midnight:
- „The Other Side“ (2002) #35 UK
- „Be Mine“ (2003) #23 UK
Af Life in Slow Motion:
- „The One I Love“ (2005) #8 UK
- „Hospital Food“ (2005) #34 UK
- „Alibi“ (2006) #71 UK
- „Slow Motion“ (2006)
Af Draw the Line:
- „Fugitive“ (2009)
- „Full Steam“ (2009)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pakinkis, Tom. „David Gray signs new album to Kobalt Label Services“. Musicweek.