Papers by Íris Stefanía Skúladóttir
Geisladiskur fylgir með prentuðu eintaki ritgerðarinnar sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands... more Geisladiskur fylgir með prentuðu eintaki ritgerðarinnar sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands - HáskólabókasafniGreinargerð þessi er hluti af meistaravekefni mínu í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún fjallar um vinnsluferlið og hugmyndafræðina á bak við miðlunarhluta verkefnisins sem er 25 mínútna heimildarmynd, SAMSUÐA - saga átta listamanna. Myndin fjallar um átta listamenn sem unnu tveir og tveir saman við það að skapa eitt verk. Listahátíðin List án landamæra, vorið 2014, sá um uppboðið. Í hverju listamannspari var einn listamaður með fötlun og einn án. Verkefnið sýnir hvernig listamenn með ólíkan bakgrunn geta haft áhrif á sköpun hvors annars. Með listsköpun sinni brúa þeir bilið á milli samfélagshópa með því að stuðla að samstarfi á milli listamanna. Tengsl mín við hátíðina List án landamæra eru mikil en ég starfaði sem framkvæmdastýra hennar á sama tíma og ég gerði heimildarmyndina
Arts. Iris has chosen to use story circles as a way for women to open up and discuss masturbation... more Arts. Iris has chosen to use story circles as a way for women to open up and discuss masturbation and other sensitive topics. There are two kinds of story circles that she is working with. The first is a closed story circle for women only, where women get to listen to the stories of other women, as well as share their own
Í þessari ritgerð er fjallað um þrjú leikrit Bertolts Brecht, Mutter Courage og börnin hennar, Vo... more Í þessari ritgerð er fjallað um þrjú leikrit Bertolts Brecht, Mutter Courage og börnin hennar, Vopn frú Carrar og Krítarhringurinn í Kákasus, í ljósi þess hvernig móðurást birtist í þeim og hver áhrif hennar eru á rás atburðakeðjunnar. Í fyrstu er litið á viðtökur verkanna þegar þau voru sýnd á Íslandi til að athuga hvort íslenskir gagnrýnendur hafi gefið áhrifum móðurástarinnar sem efnisþáttum í leikritunum gaum en svo reyndist ekki vera. Því næst er einkennum epíska leikhússins lýst og fjallað um hvaða aðferðum Brecht beitti til þess að ná fram markmiðum sínum í leikritun og leikstjórn. Þá er skoðað hvernig birtingarmynd móðurástar er í ofantöldum verkum Brechts og því næst litið til tveggja annarra meginstefja í verkunum; trúarbragða og skynsemi. Að auki eru innbyrðis tengsl þessara þátta skoðuð. Þá er fjallað um eðli móðurástar í þessum verkum og rætt hvort hún birtist þar sem eyðileggjandi eða uppbyggjandi afl. Birtingarmynd móðurástar er ólík í hverju þessara leikrita fyrir sig en þó má finna sameiginlega þætti. Helstu einkenni móðurinnar í þessum verkum Brechts eru forsjárhyggja og tilfinningasemi. Þegar litið var til samspils stefja í leikritunum þremur var ljóst að trúarbrögðunum og móðurástinni var stillt upp gegn skynseminni, enda er móðurástin iðulega eigingjörn og jafnvel má líta á hana sem mikla einstaklingshyggju. Í verkunum þremur eru fulltrúar hinna vinnandi stétta hins vegar fulltrúar skynseminnar og tala máli hins „réttláta“ samfélags þar sem fjöldinn er settur ofar einstaklingnum. Í lok ritgerðarinnar er litið til eðlis móðurástar og í ljós kemur að blindandi áhrif hennar hefur neikvæð áhrif á ákvarðanatöku persónanna í verkunum
Uploads
Papers by Íris Stefanía Skúladóttir