Vetrarólympíuleikarnir 1924
Útlit
Vetrarólympíuleikarnir 1924 voru fyrstu vetrarólympíuleikar sögunnar, haldnir frá 25. janúar til 5. febrúar árið 1924 í Chamonix við rætur Mont Blanc í Frönsku Ölpunum. Leikarnir voru skipulagðir af frönsku ólympíunefndinni og voru formlega viðurkenndir sem Ólympíuleikar af Alþjóðaólympíunefndinni eftir á. Keppt var í níu greinum og sextán lönd tóku þátt. Norðmenn og Finnar voru langsigursælastir á leikunum með fjögur gullverðlaun hver.
Keppt var í bobbsleðabruni, krullu, íshokkíi, skíðahlaupi hermanna, listhlaupi á skautum, skautahlaupi, skíðagöngu, norrænni tvíþraut og skíðastökki.