Vegrið
Útlit
Vegrið er öryggisbúnaður sem notast er við meðfram vegum og er til að hindra eða draga úr hættu á útafakstri ökutækja. Við hliðarsvæði vega geta verið ýmsar hættur fyrir ökutæki á ferð, má þar nefna steina, skiltastólpa, tré, byggingar, bratta fláar eða djúpt vatn. Vegrið eiga að halda ökutækjum frá þessum hættum og eru því einungis sett upp í þeim tilfellum. Einnig er oft notast við vegrið á milli tveggja akbrauta, þá sérstaklega þ.s. hár hámarkshraði er leyfilegur, til þess að hindra árekstur ökutækja úr gagnstæðri átt.