Fara í innihald

Vegrið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vegrið framan við handrið fyrir gangandi vegfarendur

Vegrið er öryggisbúnaður sem notast er við meðfram vegum og er til að hindra eða draga úr hættu á útafakstri ökutækja. Við hliðarsvæði vega geta verið ýmsar hættur fyrir ökutæki á ferð, má þar nefna steina, skiltastólpa, tré, byggingar, bratta fláar eða djúpt vatn. Vegrið eiga að halda ökutækjum frá þessum hættum og eru því einungis sett upp í þeim tilfellum. Einnig er oft notast við vegrið á milli tveggja akbrauta, þá sérstaklega þ.s. hár hámarkshraði er leyfilegur, til þess að hindra árekstur ökutækja úr gagnstæðri átt.

Vegrið milli tveggja akbrauta í Finnlandi.
Hlutar vegriðs: S – Vegriðsbeinir, D – og P – Vegriðsstoð
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.