Vasco da Gama-brúin
38°45′32″N 9°02′19″V / 38.75889°N 9.03861°V
Vasco da Gama-brúin | |
---|---|
Vasco da Gama-brúin séð frá norðurbakkanum | |
Opinbert nafn | Ponte Vasco da Gama |
Nýting | Sex akreinar |
Brúar | Tagus-á |
Staðsetning | Sacavém, norður af Lissabon (norðvestanmegin)
og Alcochete (suðaustanmegin) |
Umsjónaraðili | Lusoponte |
Gerð | Stagbrú, dalbrú |
Spannar lengst | 420 m |
Samtals lengd | 12,3 km |
Breidd | 30 m |
Opnaði | 29. mars, 1998 |
Tollur | EUR 2,15 (aðeins í norðurátt) |
Vasco da Gama brúin er brú yfir Tagus ána sem rennur um Lissabon, Portúgal. Hún er önnur lengsta brú í Evrópu, eða alls 17.200 metrar.[1] Brúin var nefnd í höfuðið á portúgalska landkönnuðinum Vasco da Gama.
Brúin var hönnuð fyrir jarðskjálfta 4,5 sinnum stærri en jarðskjálftinn sem lagði Lissabon í rúst árið 1755 (talinn vera 8,7 stig) og hún þolir allt að 250 kílómetra vindhraða á klukkustundu.
Vinna við brúna hófst árið 1995 og hún var opnuð fyrir umferð þann 29. mars árið 1998, aðeins 18 mánuðum eftir að vinna við hana hófst og 500 árum eftir að Vasco da Gama fann sjóleiðina frá Evrópu til Indlands.
Það kostar 2,15 evrur að fara yfir brúna til norðurs en farþegar á suðurleið greiða ekkert gjald.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Brú á milli Rússland og Krímskaga opnuð Rúv, skoðað 15. maí, 2018.