Fara í innihald

Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vítaspyrnukeppni í knattspyrnu er þegar bæði lið er jafn bæði eftir venjulega leiktíma, 90 mínútur, og framlengingu.

  1. Liðið velur með þjálfara sínum í hvaða röð menn liðsins eiga að spyrna. Ef annað liðið hefur færri leikmenn velur hitt liðið einn leikmann hjá sér sem má ekki spyrna annan en markvörðinn.
  2. Kastað er upp peningi hvort liðið skal spyrna fyrstu spyrnunni og á hvort markið skal skjóta á.
  3. Ef lið A vinnur peningakastið tekur sá sem er fyrstur í röðinni hjá liði A fyrstu spyrnuna. Markvörður í liði B stendur í markinu.
  4. Allir leikmenn, aðrir en markmenn og leikmaðurinn sem á að spyrna, eiga að vera á miðjum vellinum.
  5. Fyrsti leikmaður í liði B tekur svo næstu spyrnu og markvörður í liði A stendur í markinu.
  6. Annar leikmaður í liði A tekur þriðju spyrnuna og svo að koll af kolli þangað til 10 spyrnur hafa verið spyrntar, 5 spyrnur hjá liði A og 5 hjá liði B.
  7. Ef liðin hafa skorað jafn mörg mörk eftir allar 10 spyrnurnar verður framlenging á vítaspyrnukeppninni.
  8. Þá skýtur sjötti leikmaður í liði A. Ef hann...
    • skorar þarf 6. leikmaður í liði B að skora úr sinni spyrnu, annars sigrar lið A. Ef hann skorar heldur framlengingin áfram með sjöundu menn liðanna.
    • skorar ekki þarf 6. leikmaður í liði B að skora úr sinni spyrnu til að lið B sigrar. Ef hann skorar ekki heldur framlengingin áfram með sjöundu menn liðanna.
  9. Svona heldur vítuspyrnukeppnin áfram þangað til annað liðið hefur sigrað. Ef allir í röðinni hafa spyrnt sínum spyrnum er byrjað aftur á fyrstu mönnum í hvori liði.