Fara í innihald

Toulouse

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Toulouse að næturlagi.

Toulouse er borg í Suðvestur-Frakklandi við bakka Garonne-fljóts, miðja vegu milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs. Toulouse er fjórða stærsta borg Frakklands með 480 þúsund íbúa (2017) innan borgarmarkanna en rúmlega 1,1 milljón býr á stórborgarsvæðinu.

Toulouse er ein af miðstöðvum flugvélaiðnaðarins í Evrópu en í borginni eru meðal annars verksmiðjur og skrifstofur flugvélaframleiðandans Airbus, Thales Alenia Space sem er stærsti gervihnattaframleiðandi Evrópu og Geimferðamiðstöðin í Toulouse.

Háskólinn í Toulouse er einn af elstu háskólum heims, stofnaður árið 1229. Hann er þriðji stærsti háskóli landsins.

Skólar í Toulouse

[breyta | breyta frumkóða]