Fara í innihald

Svíþjóð í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svíþjóð

Sjónvarpsstöð Sveriges Television (SVT)
Söngvakeppni Melodifestivalen
Ágrip
Þátttaka 62 (61 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1958
Besta niðurstaða 1. sæti: 1974, 1984, 1991, 1999, 2012, 2015, 2023
Núll stig 1963
Tenglar
Síða SVT
Síða Svíþjóðar á Eurovision.tv

Svíþjóð hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 62 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1958. Landið hefur einungis ekki keppt í þrjú skipti síðan (1964, 1970 og 1976). Síðan 1959 hefur sænska framlagið verið valið í gegnum sjónvarpsflutta keppni. Síðan 1967 hefur hún gengið undir nafninu Melodifestivalen. Í keppninni árið 1997 var Svíþjóð eitt af fyrstu löndunum til að taka upp símakosningu. Svíþjóð er eina landið sem hefur haldið keppnina á fimm mismunandi áratugum, þrisvar í Stokkhólmi (1975, 2000, 2016), tvisvar í Malmö (1992, 2013) og einu sinni í Gautaborg (1985).

Svíþjóð deilir besta árangrinum í keppninni með Írlandi og hefur unnið í sjö skipti. Landið er með flestu topp-5 úrslit á 21. öldinni, eða samtals þrettán. Í heildina hefur Svíþjóð endað 26 sinnum í efstu fimm sætunum. Sigrarnir sjö voru með ABBA (1974), Herreys (1984), Carola (1991), Charlotte Nilsson (1999), Loreen (2012 og 2023) og Måns Zelmerlöw (2015).

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

[breyta | breyta frumkóða]
Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit U.úrslit
Sæti Stig Sæti Stig
1958 Alice Babs Lilla stjärna sænska 4 10 Engin undankeppni
1959 Brita Borg Augustin sænska 5 12
1960 Siw Malmkvist Alla andra får varann sænska 10 4
1961 Lill-Babs April, april sænska 14 2
1962 Inger Berggren Sol och vår sænska 7 4
1963 Monica Zetterlund En gång i Stockholm sænska 13 0
1965 Ingvar Wixell Absent Friend enska 10 6
1966 Lill Lindfors & Svante Thuresson Nygammal vals sænska 2 16
1967 Östen Warnerbring Som en dröm sænska 8 7
1968 Claes-Göran Hederström Det börjar verka kärlek, banne mig sænska 5 15
1969 Tommy Körberg Judy, min vän sænska 9 8
1971 Family Four Vita vidder sænska 6 85
1972 Family Four Härliga sommardag sænska 13 75
1973 The Nova You're Summer enska 5 94
1974 ABBA Waterloo enska 1 24
1975 Lars Berghagen & The Dolls Jennie, Jennie enska 8 72
1977 Forbes Beatles sænska 18 2
1978 Björn Skifs Det blir alltid värre framåt natten sænska 14 26
1979 Ted Gärdestad Satellit sænska 17 8
1980 Tomas Ledin Just nu! sænska 10 47
1981 Björn Skifs Fångad i en dröm sænska 10 50
1982 Chips Dag efter dag sænska 8 67
1983 Carola Främling sænska 3 126
1984 Herreys Diggi-Loo Diggi-Ley sænska 1 145
1985 Kikki Danielsson Bra vibrationer sænska 3 103
1986 Monica Törnell & Lasse Holm E' de' det här du kallar kärlek? sænska 5 78
1987 Lotta Engberg Boogaloo sænska 12 50
1988 Tommy Körberg Stad i ljus sænska 12 52
1989 Tommy Nilsson En dag sænska 4 110
1990 Edin-Ådahl Som en vind sænska 16 24
1991 Carola Fångad av en stormvind sænska 1 146
1992 Christer Björkman I morgon är en annan dag sænska 22 9
1993 Arvingarna Eloise sænska 7 89 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Marie Bergman & Roger Pontare Stjärnorna sænska 13 48 Engin undankeppni
1995 Jan Johansen Se på mej sænska 3 100
1996 One More Time Den vilda sænska 3 100 1 227
1997 Blond Bara hon älskar mig sænska 14 36 Engin undankeppni
1998 Jill Johnson Kärleken är sænska 10 53
1999 Charlotte Nilsson Take Me to Your Heaven enska 1 163
2000 Roger Pontare When Spirits Are Calling My Name enska 7 88
2001 Friends Listen To Your Heartbeat enska 5 100
2002 Afro-dite Never Let It Go enska 8 72
2003 Fame Give Me Your Love enska 5 107
2004 Lena Philipsson It Hurts enska 5 170 Topp 11 árið fyrr [a]
2005 Martin Stenmarck Las Vegas enska 19 30 Topp 12 árið fyrr [a]
2006 Carola Invincible enska 5 170 4 214
2007 The Ark The Worrying Kind enska 18 51 Topp 10 árið fyrr [a]
2008 Charlotte Perrelli Hero enska 18 47 12 [b] 54
2009 Malena Ernman La voix franska, enska 21 33 4 105
2010 Anna Bergendahl This Is My Life enska Komst ekki áfram 11 62
2011 Eric Saade Popular enska 3 185 1 155
2012 Loreen Euphoria enska 1 372 1 181
2013 Robin Stjernberg You enska 14 62 Sigurvegari 2012 [c]
2014 Sanna Nielsen Undo enska 3 218 2 131
2015 Måns Zelmerlöw Heroes enska 1 365 1 217
2016 Frans If I Were Sorry enska 5 261 Sigurvegari 2015 [c]
2017 Robin Bengtsson I Can't Go On enska 5 344 3 227
2018 Benjamin Ingrosso Dance You Off enska 7 274 2 254
2019 John Lundvik Too Late for Love enska 5 334 3 238
2020 The Mamas Move enska Keppni aflýst [d]
2021 Tusse Voices enska 14 109 7 142
2022 Cornelia Jakobs Hold Me Closer enska 4 438 1 396
2023 Loreen Tattoo enska 1 583 2 135
2024 Marcus & Martinus Unforgettable enska 9 174 Sigurvegari 2023[c]
  1. 1,0 1,1 1,2 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  2. Komst áfram með hjálp dómnefndar.
  3. 3,0 3,1 3,2 Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
  4. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.