Straujárn
Straujárn er heimilistæki sem notað er til að slétta krumpur og fellingar í efni og fötum með þrýstingi og hita og stundum einnig með gufu. Straujárn er hitunarplata með handfangi.
Áður var vanalegt að straujárn væru gerð úr smíðajárni. Það var þá flöt járnplata með handfangi og var platan hituð í eldi. Síðan voru framleidd straujárn sem voru flatur járnkassi sem fylltur var af heitum trékolum. Straujárn eru nú oftast framleidd úr áli eða ryðfríu stáli og hituð með rafmagni. Gufustraujárn eru algeng en það eru straujárn með innbyggðu vatnsíláti þar sem vatn er hitað í gufu sem úðað er yfir það sem á að strauja. Straujárn eru oftast með hitastilli sem stilltur er eftir því hvað á að strauja. Algengt er að merki sé á fatnaði sem segir til um hvort hann megi strauja og þá við hvaða hitastig.
-
Gamalt straujárn
-
Straujárn með trékolum