Fara í innihald

Spjall:Tekíla

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég held að það sé óhætt að segja að tekíla sé aldrei ritað tequila á Íslensku, því bókstafurinn q er ekki notaður í íslenskum orðum ;) Thvj 29. ágúst 2011 kl. 17:53 (UTC)[svara]

Verst að það er samt að finna í ritmálssafni Orðabókar Háskólans ritað með þeim hætti. Ég held að það sé þar með óhætt að segja að það sé hreinlega bara sannað að það sé stundum ritað þannig á íslensku. Alltént er hægt að strika út orðið "aldrei" í málsgreininni þinni hér fyrir ofan. --Cessator 29. ágúst 2011 kl. 17:55 (UTC)[svara]
Ég er ósamála, því í mínum huga er tekíla íslenskun, eftir framburði, á mexíkóska orðinu tequila, þ.e. "qu" verður "k" og "i" verður "í". (E.t.v. væri réttara að skrifa "tegvíla" eftir framburði Spænskunnar, þó ég fari ekk' lengra í þá sálma enda ekki talandi á því góða tungumáli.) Thvj 29. ágúst 2011 kl. 18:14 (UTC)[svara]
Sko, þú færðir greinina, breyttir rithættinum í meginmálinu og færðir upprunalega ritháttinn í sviga og merktir hann sem spænskan. Ég er ekki að rífa kjaft út af neinu af þessu, svo það sé á hreinu. Ég meira að segja breytti úr tequila í tekíla til samræmis á tveimur stöðum í meginmálinu. Það sem ég gerði hins vegar var að bæta því við að spænski rithátturinn, sem er enn innan sviga og merktur sem spænskur, sé stundum notaður í íslenskum texta. Og það er, kallinn minn, rétt hjá mér. Orðabók Háskólans hefur þennan rithátt í ritmálssafni sínu. Og á Tímarit.is gefur leit að tekíla 53 niðurstöður en tequila 602, m.ö.o. tæplega tólffaldan fjölda niðurstaðna fyrir "íslenska" ritháttinn. Ég er samt ekki að reyna að nota þessa niðurstöðu til að færa greinina til baka eða neitt svoleiðis, ég er — ég endurtek — einungis að segja lesandanum að þessi ritháttur sem þú hefur merkt sem spænskan finnist líka á íslensku. Það er út af fyrir sig rétt. Hvar greinir okkur þá á? --Cessator 29. ágúst 2011 kl. 18:23 (UTC)[svara]
Vissulega er spænski rithátturinn líka notaður í íslenskum texta, en finnst þér nokkuð ástæða til að nefna það sérstaklega í greininni? - Ég held það sé enginn ágreiningur að öðru leyti, þ.e. mér finnst bara óþarft að nefna að "tequila" sé einnig að finna í íslenskum texta. Thvj 29. ágúst 2011 kl. 18:45 (UTC)[svara]
Inngangurinn "Tekíla (spænska: tequila) er..." gefur sterklega til kynna að orðið sé bara ritað "tekíla" á íslensku. Það er bara ekki raunin. Miðað við tímarit.is er t.d. algengara að menn riti "tequila". Ég tek samt takmarkað mark á þessum google- og tímarit.is-prófum þannig að ég held að það væri fráleitt að segja "Tekíla (spænska: tequila, oftast ritað svo á íslensku) er..." en ég held að inngangurinn "Tekíla (spænska: tequila, stundum ritað svo á íslensku) er..." sé prýðileg lausn. --Cessator 29. ágúst 2011 kl. 20:13 (UTC)[svara]