Sigurður Helgason
Útlit
Sigurður Helgason var íslenskur stærðfræðingur (f. 30. september, 1927 á Akureyri, d. Belmont, Massachusetts í Bandaríkjunum 3. desember 2023). Hann lauk stúdentsprófi árið 1945 frá Menntaskólanum á Akureyri, stundaði nám við verkfræðideild Háskóla Íslands í einn vetur og hélt svo til Kaupmannahafnar í stærðfræðinám. Þaðan fór hann til Bandaríkjanna í nám og lauk doktorsprófi við Princeton-háskóla árið 1954 þar sem Salomon Bochner var leiðbeinandi hans. Frá 1960 gegndi hann starfi prófessors við Tækniháskóla Massachusetts. Hann fékkst við rúmfræði og stærðfræðigreiningu í samhverfum rúmum.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Viðtal við Sigurð Helgason í Morgunblaðinu.