René Clément
René Clément | |
---|---|
Fæddur | 18. mars 1913 Bordeaux í Frakklandi |
Dáinn | 17. mars 1996 (82 ára) |
Verðlaun | Besti leikstjóri á Kvikmyndahátíðinni í Cannes 1946 La Bataille du rail 1949 Au-delà des grilles Gullljónið 1952 Forboðnir leikir |
René Clément (18. mars 1913 - 17. mars 1996) var franskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. Hann hlaut fjölmargar viðurkenningar á ferli sínum, þar á meðal fimm verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]René Clément nam arkitektúr við École des Beaux-Arts þar sem hann fékk áhuga á kvikmyndagerð. Árið 1936 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, 20 mínútna stuttmynd sem Jacques Tati skrifaði og lék í. Clément varði síðari hluta fjórða áratugarins í að gera heimildamyndir í Mið-Austurlandum og Afríku. Árið 1937 voru hann og fornleifafræðingurinn Jules Barthou í Jemen að undirbúa gerð heimildarmyndar; fyrstu heimildarmynd landsins og einu þekktu upptökuna af Imam Yahya.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Önnur eiginkona Clément var írski handritshöfundurinn Johanna Harwood sem hann hafði hitt á tökustað myndarinnar Monsieur Ripois árið 1954.[1]
Dauði
[breyta | breyta frumkóða]Clément lést 17. mars 1996, daginn fyrir 83. ára afmælið sitt. Hann var grafinn í kirkjugarðinum í Menton á Bláströndinni þar sem hann hafði dvalið eftir starfslok.
Kvikmyndaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Leikstjóri
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill | Íslenskur titill |
---|---|---|
1936 | Soigne ton gauche | |
1939 | Paris la nuit | |
1946 | La Bataille du rail | |
Le Père tranquille | ||
1947 | Les Maudits | Hinir fordæmdu |
1949 | Au-delà des grilles | Skuggi fortíðarinnar |
1950 | Le Château de verre | |
1952 | Jeux interdits | Forboðnir leikir |
1954 | Monsieur Ripois | |
1956 | Gervaise | |
1958 | This Angry Age | |
1960 | Plein soleil | Sólin ein var vitni |
1961 | Quelle joie de vivre | |
1963 | Le Jour et l'Heure | |
1964 | Les Félins | Leyndardómur hallarinnar |
1966 | Paris brûle-t-il? | |
1969 | Le Passager de la pluie | Farþegi í rigningu |
1971 | La Maison sous les arbres | Húsið undir trjánum |
1972 | La Course du lièvre à travers les champs | |
1975 | La Baby-Sitter |
Leikari
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill | Hlutverk |
---|---|---|
1960 | Plein soleil | Le serveur maladroit (ótitlað) |
1961 | Quelle joie de vivre | Franskur hershöfðingi |
1984 | Yoroppa tokkyu | - |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Field, Matthew (2012). „Johanna Harwood Interview“. Movie Classics: A Cinema Retro Special Edition Magazine. Solo Publishing (4).