Fara í innihald

Paget Brewster

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paget Brewster
Paget Brewster við upplestur við Thrilling Adventure and Supernatural Suspense Hour grínútvarpsþættinum.
Paget Brewster við upplestur við Thrilling Adventure and Supernatural Suspense Hour grínútvarpsþættinum.
Upplýsingar
FæddPaget Brewster
10. mars 1969 (1969-03-10) (55 ára)
Ár virk1997 – í dag
MakiSteve Damstra (2014 – í dag)
Helstu hlutverk
Kathy í Friends
Beth Huffstodt í Huff
Michelle í American Dad
Emily Prentiss í Criminal Minds

Paget Brewster (fædd Paget Valerie Brewster, 10. mars 1969) er bandarísk leikkona og söngkona. Er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Huff og Friends.

Brewster er fædd og uppalin í Massachusetts og stundaði nám við Parsons School of Design í New York í eitt ár.[1] Brewster hefur unnið sem ljósmyndari fyrir módelsíðuna SuicideGirls.com.[2]

Brewster hefur komið fram í leikritum á borð við Four Dogs and a Bone, Chapter Two og Tartuffe.[3]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Brewster var árið 1997 í Friends sem kærasta Joyes, Kathy og seinna meir kærasta Chandlers. Kom hún síðan fram í þáttum á borð við The Expert, Love & Money, The Trouble with Normal og Raising Dad. Árið 2002 var Brewster boðið hlutverk í Andy Richter Controls the Universe þar sem hún lék Jessicu Green, sem hún lék til ársins 2004. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í Huff þar sem hún lék Beth Huffstodt, sem hún lék til ársins 2006.

Brewster lék eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Emily Prentiss, frá 2006-2012. Í júní 2010 var tilkynnt að hlutverk hennar í Criminal Minds yrði minnkað í seríu 6.[4] Í mars 2010 yfirgaf Brewster seríuna. Tilkynnt var 28. maí 2011 að Brewster myndi snúa aftur sem Emily Prentiss í Criminal Minds sem ein af aðalleikurunum.[5] Þann 15. febrúar 2012, var tilkynnt að Brewster myndi yfirgefa Criminal Minds í lok sjöundu þáttaraðarinnar í þeim tilgangi að eltast við feril í gaman sjónvarpi.[6]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Brewster var árið 1998 í Let´s Talk About Sex. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við The Specials, Hollywood Palms, Eulogy, My Big Fat Independent Movie og The Big Bad Swim.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Let´s Talk About Sex Michelle
2000 The Adventures of Rocky & Bullwinkle Jenny Spy
2000 The Specials Ms. Indestructible
2000 Desperate But Not Serious Frances
2001 Agent 15 Agent 15
2001 Hollywood Palms Phoebe
2001 Skippy Julie Fontaine
2002 Now You Know Lea
2004 Eulogy Frænkan Lily
2005 Man of the House Binky Beauregard
2005 My Big Fat Indepentent Movie Julianne
2006 Cyxork 7 Bethany Feral
2006 The Big Bad Swim Amy Pierson
2006 Kidney Thieves Melinda
2006 Unaccompanied Minors Valerie Davenport
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1998 Ghost Cop Anette Þáttur: Pilot
1997-1998 Friends Kathy 6 þættir
1998 Godzilla: The Series Audrey Timmonds Þáttur: New Family: Hluti 1
Talaði inn á
1998 Max Q Rena Winter Sjónvarpsmynd
1999 The Expert Dr. Jo Hardy Þáttur: Pilot
2000 Star Patrol Rachel Striker Sjónvarpsmynd
1999-2000 Love & Money Allison Conklin 13 þættir
2000 One True Love Tina Sjónvarpsmynd
2000-2001 The Trouble with Normal Claire Garletti 13 þættir
2001 Last Dance ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2001 DAG Patti Donovan Þáttur: Prom
2001 Raising Dad Gracie Þáttur: Sex Ed
2002 George Lopez Show Ginger Þáttur: The Wedding Dance
2003 The Snobs ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2003 Time Belt Colonel Jocelyn Anchor Þáttur: Oh. Shit. Zombies
2004 Rock Me, Baby Debbie Þáttur: Look Who´s Talking
2002-2004 Andy Richter Controls the Universe Jessica Green 19 þættir
2005 Two and a Half Men Jamie Eckleberry Þáttur: A Lung Full of Alan
2005 Amber Frey: Witness for the Prosecution Carol Carter Sjónvarpsmynd
2005 Duck Dodgers Rona Vipra 2 þættir
Talaði inn á
2006 Drawn Together Barnaverndaryfirvöld Þáttur: Captain Girl
Talaði inn á
2004-2006 Huff Beth Huffstodt 25 þættir
2005-2006 Stacked Charlotte 3 þættir
2006 A Perfect Day Allyson Harlan Sjónvarpsmynd
2007 Law & Order: Special Victims Unit Sheila Tierney Þáttur: Scherherazade
2005-2007 Harvey Birdman, Attorney at Law Birdgirl / Judy Ken Sebben 9 þættir
2008 Lost Behind Bars Lauren Wilde Sjónvarpsmynd
2009 King of the Hill Myrna Þáttur: Lucky See, Monkey Do
Talaði inn á
2005-2011 American Dad Michelle 13 þættir
Talaði inn á
2011-2012 Dan Vs. Elise 38 þættir
Talaði inn á
2006-2012 Criminal Minds Emily Prentiss 125 þættir
2011 My Life As an Experiment Stacie Wilder Sjónvarpsmynd

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Paget Brewster á IMDB síðunni
  2. Paget Brewster á IMDB síðunni
  3. „Paget Brewster á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2011. Sótt 8. nóvember 2011.
  4. Harnick, Chris (16. apríl 2011). „A.J. Cook Officially Returning to 'Criminal Minds' As Series Regular“. TV Squard. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. maí 2011. Sótt 16. maí 2011.
  5. Andreeva, Nellie. „Paget Brewster Returning To 'Criminal Minds' Next Season, Rachel Nichols Leaving“. Deadline.com. Sótt 29. maí 2011.
  6. https://twitter.com/#!/pagetpaget/status/194584190551990274