Fara í innihald

Orrustan við Somme

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orrustuvöllurinn við Beumont-Hamel eftir lok bardaga 1916.

Orrustan við Somme (franska: Bataille de la Somme) var orrusta í fyrri heimsstyrjöldinni sem hófst 1. júlí 1916 og stóð fram til 18. nóvember sama ár í Somme-sýslu, Frakklandi, við bakka Somme-fljótsins. Orrustan fólst í árásarstríði Breta og Frakka á hendur Þjóðverjum, en þeir höfðu hernumið stóra hluta af Frakklandi eftir að þeir réðust inn í landið í ágúst 1914. Orrustan við Somme var einn blóðugasti bardagi fyrri heimsstyrjaldarinnar, en þegar styrjöldin hafði fjarað út að hausti 1916 lágu fleiri en 1,5 miljón manna í valnum. Orrustan við Somme er meðal blóðugustu bardaga mannkynssögunnar.

  Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.