Fara í innihald

Miðnætti í París

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Midnight in Paris
Miðnætti í París
Auglýsingaplakat myndarinnar.
LeikstjóriWoody Allen
HandritshöfundurWoody Allen
FramleiðandiLetty Aronson
LeikararOwen Wilson

Rachel McAdams

Kathy Bates
FrumsýningFáni Bandaríkjana 10. júní 2011
Fáni Íslands 14. október 2011
Tungumálenska
franska
Aldurstakmark12. ára

Miðnætti í París er rómantísk gamanmynd frá árinu 2011 sem Woody Allen leikstýrði og skrifaði. Kvikmyndin fjallar um hóp Bandaríkjamanna sem heimsækja Parísarborg yfir sumarið. Hetja myndarinnar er handritshöfundur sem verður ástfanginn af borginni eftir fjölmörg undarleg ævintýri um miðnætti. Helstu þemu myndarinnar eru fortíðarfíkn og nútímaviðhorf. Owen Wilson, Rachel McAdams, Marion Cotillard, Kathy Bates, Carla Bruni, Adrien Brody og Michael Sheen fara með aðalhlutverkin í myndinni. Forsýning myndarinnar átti sér stað á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fór í almenna sýningu í Bandaríkjunum í maí 2011 þar sem hún hóf sigurgöngu sína yfir hnöttinn.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Gil og Inez fara í ferðalag til Parísar, ásamt foreldrum Inez sem eru að fara þangað í viðskiptaerindum. Gil er rithöfundur sem gengur ekki alltof vel, en verður ástfanginn af borginni og leggur til að þau Inez flytji þangað þegar þau eru búin að gifta sig. Inez er ekki eins hrifin af borginni, né heldur tekur hún undir þá skoðun Gil að þriðji áratugur síðustu aldar hafi verið gullöld. Þegar Inez fer út á lífið með vinum sínum, þá fer Gil í göngutúr og uppgötvar eitthvað sem gæti orðið hinn fullkomni innblástur fyrir skrifin hans. Miðnæturgöngutúrar Gil í París gætu tengt hann og borgina nánari böndum, en á sama tíma gætu göngutúrarnir gert það að verkum að hann fjarlægðist konuna sem hann ætlar að kvænast.[1]

  1. Midnight in Paris, Kvikmyndir.is