Fara í innihald

Mýlisslíður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flestar taugafrumur hafa mýlisslíður sem er fituvefur myndaður af mýlisfrumum. Mýlisslíður er umhverfis taugasímann og er þykkt þess ólík eftir taugum. Mýlisslíður hafa áhrif á leiðsluhraða taugaboða og vernda taugasímana. Frumur með þykkt mýlisslíður flytja taugaboð hraðar en frumur með þunnt mýlisslýður en slíðrið virkar sem einangrun sem eykur boðhraðann. Á mýlisslíðrinu eru göt eða mót með reglulegu millibili sem kölluð eru Ranvier-mót og á milli þeirra hoppa taugaboðin hraðar en ella. Mýlisslíður finnst aðeins í "æðri" dýrum.

Frumurnar sem mynda slíðrið eru tvenns konar stoðfrumur, annars vegar fágriplufrumur (e. oligodendrocytes) sem mynda mýlisslíður í miðtaugakerfinu og Schwann-frumur sem mynda slíðrið í úttaugakerfinu.

Hrörnun slíðursins veldur truflun í leiðni tauganna, afleiðingin er MS-sjúkdómurinn svonefndi (multiple sclerosis). Einnig geta eitranir af völdum þungmálma valdið skaða á slíðrinu með svipuðum afleiðingum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.