Listi yfir þjóðgarða í Kanada
Útlit
Þjóðgarðar í Kanada fyrirfinnast í hverju fylki og sjálfsstjórnarsvæði Kanada. Stofnunin Parks Canada hefur umsjón með þeim 38 svæðum sem skilgreind eru sem þjóðgarðar. Þjóðgarðarnir þekja 303.571 km², eða um 3% svæðis í Kanada. Auk þess eru átta svokölluð verndarsvæði (reserves) sem er fyrirhugað að gera að þjóðgörðum og er einnig stjórnað af Parks Canada. Þau eru því talin hér með:
- Aulavik-þjóðgarðurinn (Norðvesturhéruðin)
- Auyuittuq-þjóðgarðurinn (Núnavút)
- Banff-þjóðgarðurinn (Alberta)
- Bruce Peninsula-þjóðgarðurinn (Ontaríó)
- Cape Breton Highlands-þjóðgarðurinn (Nova Scotia)
- Elk Island-þjóðgarðurinn (Alberta)
- Forillon-þjóðgarðurinn (Quebec)
- Fundy-þjóðgarðurinn (Nýja-Brúnsvík)
- Georgian Bay Islands-þjóðgarðurinn (Ontaríó)
- Glacier-þjóðgarðurinn (Breska Kólumbía)
- Grasslands-þjóðgarðurinn (Saskatchewan)
- Gros Morne-þjóðgarðurinn (Nýfundnaland og Labrador)
- Gulf Islands-verndarsvæðið (Breska Kólumbía)
- Gwaii Haanas-verndarsvæðið (Breska Kólumbía)
- Ivvavik-þjóðgarðurinn (Júkon)
- Jasper-þjóðgarðurinn (Alberta)
- Kejimkujik-þjóðgarðurinn (Nova Scotia)
- Kluane-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (Júkon)
- Kootenay-þjóðgarðurinn (Breska Kólumbía)
- Kouchibouguac-þjóðgarðurinn (Nýja-Brúnsvík)
- La Mauricie-þjóðgarðurinn (Quebec)
- Mingan Archipelago-verndarsvæðið (Quebec)
- Mount Revelstoke-þjóðgarðurinn (Breska Kólumbía)
- Naats'ihch'oh-verndarsvæðið (Norðvesturhéruðin)
- Nahanni-verndarsvæðið (Norðvesturhéruðin)
- Pacific Rim-verndarsvæðið (Breska Kólumbía)
- Point Pelee-þjóðgarðurinn (Ontaríó)
- Prince Albert-þjóðgarðurinn (Saskatchewan)
- Prince Edward Island-þjóðgarðurinn (Prince Edward Island)
- Pukaskwa-þjóðgarðurinn (Ontaríó)
- Qausuittuq-þjóðgarðurinn (Núnavút)
- Quttinirpaaq-þjóðgarðurinn (Núnavút)
- Riding Mountain-þjóðgarðurinn (Manitóba)
- Rouge-þjóðgarðurinn (Ontaríó)
- Sable Island-verndarsvæðið (Nova Scotia)
- Sirmilik-þjóðgarðurinn (Núnavút)
- Terra Nova-þjóðgarðurinn (Nýfundnaland og Labrador)
- Thousand Islands-þjóðgarðurinn (Ontaríó)
- Torngat Mountains-þjóðgarðurinn (Nýfundnaland og Labrador)
- Tuktut Nogait-þjóðgarðurinn (Norðvesturhéruðin)
- Ukkusiksalik-þjóðgarðurinn (Núnavút)
- Vuntut-þjóðgarðurinn (Júkon)
- Wapusk-þjóðgarðurinn (Manitóba)
- Waterton Lakes-þjóðgarðurinn (Alberta)
- Wood Buffalo-þjóðgarðurinn (Alberta) og (Norðvesturhéruðin)
- Yoho-þjóðgarðurinn (Breska Kólumbía)
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Listi yfir þjóðgarða í Bandaríkjunum
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Listi yfir þjóðgarða í Kanada.
Fyrirmynd greinarinnar var „List of National Parks of Canada“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. desember 2016.