Fara í innihald

Kipfenberg

Hnit: 48°56′58″N 11°23′42″A / 48.94944°N 11.39500°A / 48.94944; 11.39500
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

48°56′58″N 11°23′42″A / 48.94944°N 11.39500°A / 48.94944; 11.39500

Kipfenberg
Staðsetning innan Þýskalands
breiddar- og lengdargráða :
48°56′58″N 11°23′42″A / 48.94944°N 11.39500°A / 48.94944; 11.39500
Tímabelti :
UTC+1/SummerUTC+2
Skjaldarmerki
Coat of Arms of Berlin
Coat of Arms of Berlin
Grundvallarupplýsingar
stærð: 81,43 km²
íbúafjöldi: 5.587 (31. Desember 2012)
íbúar á hvern ferkílómetra: 69/km²
hæð: 378 m yfir sjávarmáli
Póstnúmer: 85110
Stjórnmál
Bæjarstjóri: Christian Wagner (SPD)
næst kosið: 2019
Vefsíða: [1]

Kipfenberg er markaðsbær í Bæjaralandi í Eichstätt-sýslu í héraðinu Efra-Bæjaralandi (Oberbayern) í Þýskalandi. Bærinn er staðsettur á landfræðilegri miðju Bæjaralands og liggur við Altmühl-ána. Hann er frægur fyrir miðaldakastalann sinn.

Kipfenberg er aðsetur sveitafélagsins af sama nafni sem á samtals um 5600 íbúa. Rómverski Limes-múrinn sem er á heimsminjaskrá UNESCO lá þvert yfir svæðið sem nú er Kipfenberg, en það voru rómverskar herbúðir í hverfinu Böhming þar sem nú stendur kirkja.

Kipfenberg var fyrst nefnt árið 1266. 1352 varð það að markaðsbæ og prestssetri. Í tímanna rás var Kipfenberg ýmist hluti af Frankalandi og Efra-Bæjaralandi, en varð að lokum partur af hinu síðara árið 1972. Sveitarfélagið í núverandi mynd varð til 1971-74 þegar fimmtán þorp voru sameinuð með Kipfenberg. Hverfin sextán eru þessi:

hverfi íbúafjöldi
Kipfenberg 1709
Arnsberg 325
Attenzell 241
Biberg 348
Böhming 599
Buch 174
Dunsdorf 188
Grösdorf 356
Hirnstetten 179
Irlahüll 250
Kemathen 36
Krut 65
Oberemmendorf 110
Pfahldorf 431
Schambach 60
Schelldorf 564

Reglulegir viðburðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kipfenberger Fasching: kjötkveðjuhátíð, skrúðganga með fólki í áhrifamiklum búningi Fasenickl sem er ein elsta hefð bæjarins
  • Limesfest: þjóðhátíð, haldin í miðju ágúst
  • Altmühltaler Lammabtrieb: smölunarhátíð, haldin í Böhming í byrjun október