Kipfenberg
48°56′58″N 11°23′42″A / 48.94944°N 11.39500°A
Kipfenberg | |
---|---|
Staðsetning innan Þýskalands | |
breiddar- og lengdargráða : 48°56′58″N 11°23′42″A / 48.94944°N 11.39500°A |
Tímabelti : UTC+1/SummerUTC+2 |
Skjaldarmerki | |
Grundvallarupplýsingar | |
stærð: | 81,43 km² |
íbúafjöldi: | 5.587 (31. Desember 2012) |
íbúar á hvern ferkílómetra: | 69/km² |
hæð: | 378 m yfir sjávarmáli |
Póstnúmer: | 85110 |
Stjórnmál | |
Bæjarstjóri: | Christian Wagner (SPD) |
næst kosið: | 2019 |
Vefsíða: | [1] |
Kipfenberg er markaðsbær í Bæjaralandi í Eichstätt-sýslu í héraðinu Efra-Bæjaralandi (Oberbayern) í Þýskalandi. Bærinn er staðsettur á landfræðilegri miðju Bæjaralands og liggur við Altmühl-ána. Hann er frægur fyrir miðaldakastalann sinn.
Kipfenberg er aðsetur sveitafélagsins af sama nafni sem á samtals um 5600 íbúa. Rómverski Limes-múrinn sem er á heimsminjaskrá UNESCO lá þvert yfir svæðið sem nú er Kipfenberg, en það voru rómverskar herbúðir í hverfinu Böhming þar sem nú stendur kirkja.
Kipfenberg var fyrst nefnt árið 1266. 1352 varð það að markaðsbæ og prestssetri. Í tímanna rás var Kipfenberg ýmist hluti af Frankalandi og Efra-Bæjaralandi, en varð að lokum partur af hinu síðara árið 1972. Sveitarfélagið í núverandi mynd varð til 1971-74 þegar fimmtán þorp voru sameinuð með Kipfenberg. Hverfin sextán eru þessi:
hverfi | íbúafjöldi |
Kipfenberg | 1709 |
Arnsberg | 325 |
Attenzell | 241 |
Biberg | 348 |
Böhming | 599 |
Buch | 174 |
Dunsdorf | 188 |
Grösdorf | 356 |
Hirnstetten | 179 |
Irlahüll | 250 |
Kemathen | 36 |
Krut | 65 |
Oberemmendorf | 110 |
Pfahldorf | 431 |
Schambach | 60 |
Schelldorf | 564 |
Reglulegir viðburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Kipfenberger Fasching: kjötkveðjuhátíð, skrúðganga með fólki í áhrifamiklum búningi Fasenickl sem er ein elsta hefð bæjarins
- Limesfest: þjóðhátíð, haldin í miðju ágúst
- Altmühltaler Lammabtrieb: smölunarhátíð, haldin í Böhming í byrjun október
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Kastalinn í Kipfenberg frá 12. öld, endurreist 1925
-
Aðalkirkjan (1624-27) og kastalinn
-
Ráðhúsið (16. öld)
-
Georgskirkjan í Kipfenberg (16. öld)
-
Leifar Limes-múrsins
-
Kirkjan í Böhming (15. öld) og gamla djáknahúsið
-
Arnsberg með kastalanum (12./13. öld)
-
Landfræðileg miðja Bæjaralands
-
Lárentíusarkirkjan í Schelldorf frá 1711
-
Kirkjan í Pfahldorf frá 1760
-
Pílagrímskirkjan í Schambach frá 1755
-
Grüntopf-lind í Grösdorf
-
Maður í Fasenickl-búningi
-
Kipfenberg í lok 19. aldar (með kastalanum enn í rústum)