Fara í innihald

Kartöflupasta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kartöflupasta með trufflum.

Kartöflupasta eða gnocchi (framb. /'ɲɔkki/; et: gnocco) eru litlar soðbollur gerðar úr kartöflum sem eru stappaðar saman við hveiti og mótaðar í litlar kúlur eða skeljar. Til eru ýmsar útgáfur af kartöflupasta, þar sem kúlurnar eru t.d. stærri, eggjum bætt í og brauðrasp eða maísmjöl notað í stað hveitis.

Kartöflupasta er upprunnið í Langbarðalandi á Endurreisnartímanum fljótlega eftir að fyrstu kartöflurnar komu til Evrópu.

Kartöflupasta er kennt við pasta af því það er matreitt á svipaðan hátt. Kartöflupasta er svipað í suðu og ferskt pasta og er hægt að miða við að það sé fullsoðið þegar flestar bollurnar hafa flotið upp á yfirborðið.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.