Fara í innihald

Jonathan Woodgate

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jonathan Woodgate
Woodgate í leik með Tottenham Hotspur
Upplýsingar
Fullt nafn Jonathan Simon Woodgate
Fæðingardagur 22. janúar 1980 (1980-01-22) (44 ára)
Fæðingarstaður    Middlesbrough, England
Hæð 1,85 m
Leikstaða Varnarmaður
Yngriflokkaferill

1993–1998
Middlesbrough
Leeds United
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1998–2003 Leeds United 104 (5)
2004-2007 Newcastle United 28 (0)
2004-2006 Real Madrid 9 (0)
2006-2007 Middlesbrough (Lán) 27 (0)
2007-2008 Middlesbrough 19 (0)
2008-2011 Tottenham Hotspur 49 (2)
2011-2012 Stoke City 17 (0)
2012-2016 Middlesbrough 56 (2)
{{{ár9}}} F.C. ()
Landsliðsferill
1999–2008 England 8 (0)
Þjálfaraferill
2019-2020 Middlesbrough

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Jonathan Simon Woodgate (fæddur 22.janúar 1980 í Middlesbrough) er fyrrum enskur knattspyrnumaður sem lék síðast í úrvalsdeildinni fyrir Middlesbrough FC . Á ferlinum var Woodgate þó nokkrum sinnum þjakaður af alvarlegum meiðslum. Hann lauk ferli sínum eftir tímabilið 2015/16. Frá því í apríl 2017 hefur hann verið hluti af þjálfarateymi Middlesbrough FC og árið 2019 var hann gerður að knattspyrnustjóra félagsins

Félagsliðaferill

[breyta | breyta frumkóða]
  • Leeds United

Varnarmaðurinn hóf feril sinn í unglingadeild Middlesbrough FC, sem var það lið sem hann studdi sem ungur drengur, áður en hann skipti yfir til Leeds United 16 ára að gamall. Þar þótti hann standa sig vel, vann Enska Bikarkeppnina með félaginu árið 1997. Þetta var fyrsta liðið sem David O'Leary stjórnaði. Upphaflega lék Woodgate sem varnarsinnaður miðjumaður, hann var á þeim árum gerður að fyrirliða enska U-18 ára liðsins, í varnarmiðju (hlutverk sem venjulega var frátekið fyrir David Batty á þeim árum ), en þróaðist síðan í að verða varnarmaður í sterkri varnarlínu Leeds og sérstaklega eftir komu Rio Ferdinand í nóvember árið 2000, þetta nýja „miðvarðapar var þegar litið á af sérfræðingum sem grundvöll fyrir framtíðarvörn Enska Landsliðsins. Í janúar 2000 tóku hann og liðsfélagi hans Lee Bowyer verulegan þátt í slagsmálum fyrir utan næturklúbbinn Majestyks í Leeds, þar sem asískur námsmaður slasaðist alvarlega. Eftir að fyrstu réttarhöldunum lauk snemma í apríl 2001 var Woodgate dæmdur í 100 klukkustunda samfélagsþjónustu í öðrum réttarhöldunum sem stóðu þangað til í desember mánuð árið 2001 fór það að draga úr formi hans, og getu til að spila knattspyrnu.

  • Newcastle United

Á tíma sínum hjá Newcastle varð hann fljótt í uppáhaldi hjá stuðningmönnum og þótti spila mjög vel, enn meiddist fljótlega alvarlega í upphafi leiktímabilsins 2003/04 .

  • Real Madrid

Sumarið 2004 keypti Real Madrid Woodgate fyrir 13,4 milljónir punda. Þessi kaup spænska stórliðsins komu mörgum á óvart , sérstaklega þar sem Woodgate hafði áður glímt við meiðslavandamál í langan tíma. Fyrsta tímabil sitt hjá í hvítu treyjunni gat hann ekki spilað einn einasta keppnisleik fyrir Madrídarliðið vegna meiðsla og þurfti að glíma við meiðsli aftur og aftur tímabilið 2005/06. Að auki var frumraun hans í spænsku deildinni þann 22. September 2005 gegn Athletic Bilbao eftir sjálfsmark var Woodgate rekinn af velli með rautt spjald. Eftir fyrsta mark sitt fyrir Real í 4-1 sigri gegn Rosenborg í Þrándheimi í Meistaradeildinni þann 19. Í október 2005 bötnuðu horfur Woodgate stöðugt, og í febrúar 2006 var hann orðinn töluvert oftar fastamaður í byrjunarliði við hlið leikmanna eins og Sergio Ramos, Iván Helguera, Francisco Pavón og Álvaro Mejía og varð æ meira leiðandi leikmaður innan liðsins. Hins vegar áttu efttir að koma frekari áföll hvað varðar líkamsatgervi, orsök þess að hann var lánaður frá Real Madríd til uppeldisfélagsins Middlesbrough tímabilið 2006/07. Newcastle United hafði einnig sýnt honum áhuga, einnig var uppi orðrómur um áhuga frá Liverpool , stjórnendur Liverpool neituðu hins vegar þeim orðrómi alltaf. Að lokum valdi hann þó uppeldsidfélag sitt Middlesbrough .

  • Middlesborough

Þann 9 Í september 2006 lék Woodgate sinn fyrsta leik fyrir Middlesbrough FC gegn Arsenal á Emirates Stadium og þótti standa sig vel. Í öðrum leik sínum fékk hann hlutverk fyrirliða liðsins þar sem George Boateng var í leikbanni. Á mjög miðlungstímabili fyrir Middlesbrough FC, þar sem liðið lauk keppni um miðja deild.

Ferill með Enska landsliðinu

[breyta | breyta frumkóða]

Woodgate var valinn í enska landsliðið í fyrsta skipti á meðan hann var hjá Leeds United - fyrst eftir það lék hann frumraun sína fyrir U-21 ára landslið Englands. Hann lék sinn fyrsta leik undir stjórn Kevin Keegan, þáverandi landsliðsþjálfara, þann 9. Júní 1999 gegn Búlgaríu og varð hann þar með fyrsti leikmaðurinn fæddur á níunda áratugnum til að spila fullan alþjóðlegan leik í enska landsliðinu. Hinn efnilegi ferill fékk þó viðvarandi áfall vegna meiðslavandræða, en umfram allt vegna aðkomu hans að slagsmálum.