Fara í innihald

Iguazú-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Iguazú-þjóðgarðurinn.

Iguazú-þjóðgarðurinn (spænska: Parque Nacional Iguazú) er þjóðgarður í Argentínu. Nánar tiltekið í Iguazú í norðurhluta Misiones-héraðs í Mesópótamíu. Þjóðgarðurinn er 677 km² að stærð.

Svæðið í þjóðgarðinum var byggt fyrir 10.000 árum af veiðimönnum og söfnurum frá Eldoradense-menningunni. Þeir voru hraktir í burtu um árið 1000 e.o.t. af Gvaraníum, sem komu með nýja landbúnaðaraðferðir. Guaraníar voru svo hraktir í burtu af Spánverjum og Portúgölum á 16. öld, en arfleifð þeirra lífir í nafn þjóðgarðsins og árinnar Guaraní y guasu, sem merkir „stórt vatn“. Fyrsti skráði Evrópubúinn sem kom á svæðið var Álvar Núñez Cabeza de Vaca árið 1542. Jesúítar komu í kjölfarið árið 1609.

Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1934 til að vernda eina af mestu náttúruperlum Argentínu, Iguazufossa, sem eru umkringdir regnskógi. Sett voru lög um Iguazú-verndarsvæðið 7. október 1970 og það skilgreint sem vesturhluti Iguazú-þjóðargarðsins. [1] Þótt þjóðgarðurinn sé til að vernda náttúruna með minnstu mögulegum breytingum, þá er fólki heimilt að fara um svæðið og uppbygging því tengt er einnig leyfð. [2] Stofnun verndarsvæðisins gerði kleift að byggja alþjóðlegan flugvöll og að fjarlægja þrjú hótel. [3] Handan Iguazu árinnar er brasilísk hliðstæða þjóðgarðsins (Iguaçu-þjóðgarðurinn). Báðir staðirnir fóru á heimsminjaskrá UNESCO árið 1984.[4]

Lagt er til að garðurinn verði hluti þriggja landa braut fyrir líffjölbreytni, sem miðar að því að tengja verndarsvæði í Brasilíu, Paragvæ og Argentínu í Efra-Paraná. Suðausturhluti garðsins liggur að Urugua-í-héraðsgarðinum, sem er 840 km² og var stofnaður árið 1990.

Flóra og fána

[breyta | breyta frumkóða]

Svæðið er hluti af vistverndarsvæði Atlantshafsskóga í Efra-Paraná.[5] Í garðinum eru nokkrar sjaldgæfar dýrategundir í útrýmingarhættu eins og jagúar, marðarköttur, suðurameríkutapír, pardusköttur, rindilpáfi, mauraæta, Pipile jacutinga, harpörn og jakaregleraugnakrókódíll. Þar má einnig finna fugla eins og Cypseloides senex og stóra túkana, og spendýr eins og nefbjörn og margvísleg fiðrildi.

Eftir um 1320 km leið þá rennur Iguazú-áin í Paraná-ána um 23 km neðan við fossana. Inni í garðinum verður áin allt að 1,5 km breið. Hún stefnir fyrst suður, síðan norður og myndar þannig stóra bugðu. Árbakkarnir eru þéttvaxnir af trjám, þar á meðal kóraltré, en blóm þess er þjóðarblóm Argentínu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Levingston 1970.
  2. Cataratas del Iguazú y el Río Iguazú – ArgentinaXplora.
  3. Iguazú: Antecedentes Normativos - Límites.
  4. Centre, UNESCO World Heritage. „Iguazu National Park“. UNESCO World Heritage Centre (enska). Sótt 28. ágúst 2021.
  5. Dinerstein 2001, bls. 933–938.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]