Hjónagras
Útlit
Hjónagras | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hjónagras í Austurríki
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Pseudorchis albida (L.) Á.Löve & D.Löve | ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
|
Hjónagras (fræðiheiti: Pseudorchis albida) er fjölær planta af ættkvísl Pseudorchis af brönugrasaætt og eina planta þeirrar ættkvíslar.[1][2][3]
Útbreiðsla og útlit
[breyta | breyta frumkóða]Hjónagras er allalgeng á Íslandi aðarlega í mólendi og kjarri. Það vex um mestalla Evrópu, víða í Asíu, auk Grænlands og Kanada. Blómin gulhvít eða hvít með þríflipóttri vör í klasa á stöngulenda. Getur orðið 15 – 25 cm á hæð.
Undirtegundir
[breyta | breyta frumkóða]Hjónagras skiptist í þrjár undirtegundir sem finnast helst á ákveðnum svæðum:
- Pseudorchis albida subsp. albida - Frá Spáni og Íslandi til Kamsjatka.
- Pseudorchis albida subsp. straminea - Skandinavíu, norður Rússlandi, Grænlandi og Kanada.
- Pseudorchis albida subsp. tricuspis - Svíþjóð, Sviss, Austurríki, Póllandi, Rúmenía og ríkjum fyrrum Júgóslavíu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hjónagras.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Pseudorchis albida.