Fara í innihald

Hildur Sverrisdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hildur Sverrisdóttir (HildS)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2017 2017  Reykjavík s.  Sjálfstæðisfl.
2021    Reykjavík s.  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd22. október 1978 (1978-10-22) (46 ára)
Stokkhólmi, Svíþjóð
StjórnmálaflokkurSjálfstæðisflokkurinn
MenntunLögfræðingur
HáskóliHáskólinn í Reykjavík
Æviágrip á vef Alþingis

Hildur Sverrisdóttir (f. 22. október 1978) er íslenskur lögfræðingur og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Hildur fæddist í Stokkhólmi í Svíþjóð og foreldrar hennar eru Sverrir Einarsson (1948-1998) kennari og rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Rannveig Auður Jóhannsdóttir (f. 1949) kennari og lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2000, lögfræðiprófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2009. Hildur var framkvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar frá 1997-2000, starfaði á lögmannsstofunni Ambrose Appelbe Solicitors í London frá 2001-2003 og var framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival árið 2007. Hún starfaði sem lögfræðingur og lögmaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 frá 2007-2012, var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá 2010-2016 og borgarfulltrúi frá 2016-2017.[1] Hildur tók sæti á Alþingi við andlát Ólafar Nordal árið 2017 en náði ekki kjöri í alþingiskosningunum síðar sama ár en var 1. varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður út kjörtímabilið. Í janúar árið 2018 var Hildur ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.[2] Hildur var kjörin á þing í alþingiskosningunum í september árið 2021. Í september 2023 var Hildur gerð að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.

Hildur tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 3. september 2016 og endaði í 7. sæti. Hún skipaði 4. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar 2016 og endaði sem 1. varaþingmaður flokksins í kjördæminu.[3] Við andlát Ólafar Nordal 2017 tók Hildur sæti á þingi þar til seinna sama ár, er alþingiskosningar 2017 fóru fram. Í þeim skipaði hún 3. sæti á lista flokksins en náði ekki kjöri.

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar 2021 hafnaði Hildur í 4. sæti og náði þar með betri árangri en m.a. þrír sitjandi þingmenn flokksins.[4] Skipaði hún í kjölfarið 2. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum og náði kjöri sem 5. þingmaður kjördæmisins.

Hildur var ritstjóri bókarinnar Fantasíur sem kom út árið 2012 og var Bakþankapistlahöfundur í Fréttablaðinu frá 2013 - 2016.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Alþingi Hildur Sverrisdóttir - Æviágrip“ (skoðað 26. september 2021)
  2. Kjarninn.is, „Hildur Sverrisdóttir ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar“ (skoðað 26. september 2021)
  3. „Alþingiskosningar 2016 – fréttir“. kosningasaga. 16. apríl 2016. Sótt 27. október 2021.
  4. Ingvar (6. júní 2021). „Lokatölur: Guðlaugur Þór efstur“. Sjálfstæðisflokkurinn. Sótt 27. október 2021.