Fara í innihald

Heimsljós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsljós er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937-1940, en heildarútgáfa skáldverksins kom fyrst út árið 1955. Bókin skiptist í: 1. Ljós heimsins 2. Höll sumarlandssins 3. Hús skáldsins 4. Fegurð himinsins. Halldór notaði dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar (1873-1916) skálds við samningu bókarinnar auk ýmissa annarra aðfanga. Nafnið Heimsljós er sótt í síðustu ljóðlínur kvæðisins Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson: Hnigið er heimsljós,/himinstjörnur tindra./Eina þreyi eg þig.

Bókin fjallar um ævi Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, baráttu hans við raunveruleikann og hvernig hann samræmir hann skáldsýn sinni.


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.