Fara í innihald

Hafragrautur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hafragrautur

Hafragrautur er spónamatur og grautartegund. Hann er eldaður með því að sjóða saman valsaða hafra og vatn og oftast er salti bætt við til að auka bragð. Ýmsu er stundum blandað saman við til að bragðbæta grautinn og gera hann matmeiri, svo sem:

Tegundir hafragrauts

[breyta | breyta frumkóða]
  • Vatnsgrautur er tegund hafragrauts þar sem haframjölið er soðið í vatni.
  • Mjólkurgrautur er tegund hafragrauts þar sem haframjölið er soðið í mjólk.
  • Hafraseyði eða hafrasúpa er þunnur hafragrautur sem áður fyrr var algengt að gefa sjúklingum.

Hafragrautur er oftast gerður þannig að valsaðir hafrar (hafragrjón) eru settir út í vatn í hlutföllunum 1:2 (1 bolli hafrar á móti 2 bollum af vatni), hitað að suðu og grauturinn látinn sjóða við meðalhita í 1-2 mínútur en síðan saltaður og tekinn af hitanum.

Á Íslandi fór hafragrautur að tíðkast seint á 19. öld, þegar innflutningur á höfrum til landsins jókst mikið, og var hann mjög algengur morgunmatur alla 20. öld og er enn þótt ýmsar tegundir af morgunkorni og fleira hafi að nokkru leyti ýtt honum til hliðar.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.