Gloria Macapagal-Arroyo
Gloria Macapagal-Arroyo | |
---|---|
Forseti Filippseyja | |
Í embætti 20. janúar 2001 – 30. júní 2010 | |
Varaforseti | Teofisto Guingona (2001–2004) Noli de Castro (2004–2010) |
Forveri | Joseph Estrada |
Eftirmaður | Benigno Aquino III |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 5. apríl 1947 Maníla, Filippseyjum |
Þjóðerni | Filippseysk |
Stjórnmálaflokkur | LDP (fyrir 1998) KAMPI (1997–2009) Lakas-CMD (1998–2017) PDP–Laban[1] (2017–) |
Maki | Jose Miguel Arroyo (g. 1968) |
Börn | 3 |
Undirskrift | |
Vefsíða | gloriamarroyo |
Gloria Macapagal-Arroyo (f. 5. apríl 1947) er filippseyskur stjórnmálamaður. Hún var forseti Filippseyja frá 2001 til 2010 og þar áður varaforseti landsins frá 1998 til 2001. Hún var jafnframt þingforseti fulltrúadeildar Filippseyjaþings frá 2018 til 2019 og var fyrsta konan í því embætti.
Arroyo sat í fangelsi í fimm ár, frá 2011 til 2016, fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum á forsetatíð sinni. Hún sætir jafnframt ásökunum um kosningasvindl í þingkosningum árið 2007.[2]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Gloria Macapagal-Arroyo er dóttir Diosdado Macapagal, sem var forseti Filippseyja frá 1961 til 1965, og eiginkonu hans, Evangelinu Macaraeg-Macapagal. Hún nam hagfræði í Bandaríkjunum.[3]
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Arroyo var undirráðherra verslunar- og iðnaðarmála í ríkisstjórn Corazon Aquino frá 1989 til 1992. Árið 1992 var hún kjörin á öldungadeild Filippseyjaþings og síðan endurkjörin árið 1995. Hún sat á þinginu til ársins 1998, en þá varð hún varaforseti og félags- og þróunarmálaráðherra í ríkisstjórn Josephs Estrada.[3]
Í janúar árið 2001 veik hæstiréttur Filippseyja Joseph Estrada úr embætti vegna ákæru fyrir fjárdrátt. Gloria Macapagal-Arroyo var svarin í embætti forseta þann 20. janúar sama ár.[3] Stuttu eftir valdatöku sína útnefndi Arroyo nokkrar konur í sendiherraembætti til Asíulanda þar sem karlar voru við völd.[4]
Í kosningum í maí árið 2004 fékk Arroyo fjóra mótframbjóðendur í forsetaembættið, meðal annars leikarann Fernando Poe yngri (sem naut stuðnings samstarfsmanna fyrrum einræðisherrans Ferdinands Marcos) og fyrrum forsetann Estrada.[5] Eftir nokkurra vikna endurtalningar var Arroyo lýst sigurvegari kosninganna með um milljón atkvæða forskoti á keppinauta sína.[6][7]
Þann 16. nóvember árið 2004 voru sex landbúnaðarverkamenn í verkfalli drepnir ásamt tveimur börnum í lögregluárás sem ríkisstjórn Arroyo fyrirskipaði.[8] Í júlí árið 2005 braust út stjórnarkreppa þegar upptökum var lekið af símtölum Arroyo við embættismenn úr kosninganefndum sem þóttu færa sönnur á að kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningunum í maí 2004. Tíu af ráðherrum Arroyo sögðu af sér vegna málsins[9] og fyrrum forsetinn Corazon Aquino fór fram á afsögn hennar. Arroyo fór ekki eftir þessum kröfum og sat sem fastast.[3]
Þann 21. júní árið 2006 var Arroyo lögð inn á spítala í Maníla vegna verkja í kviði. Hún var útskrifuð af spítalanum þann 24. júní og skrifaði sama dag undir lög sem bönnuðu dauðarefsingar á Filippseyjum þrátt fyrir fjölmörg mótmæli. Hún hélt síðar sama dag í ferð til Spánar, Ítalíu og Vatíkansins.[10]
Í nóvember árið 2009 voru að minnsta kosti 32 blaðamenn drepnir á eyjunni Mindanao í fylgd með frambjóðanda stjórnarandstöðunnar í embætti landstjóra eyjunnar. Bandaríska Blaðamannaverndarnefndin telur Filippseyjar þriðja hættulegasta ríkið fyrir blaðamenn í heimi.[11]
Eftir að Arroyo lét af embætti var hún handtekin þann 18. nóvember 2011 vegna ákæru á hendur henni fyrir kosningasvindl.[12][13] Hún hlaut skilorðsbundna lausn í júlí 2012 en var aftur handtekin í október sama ár fyrir að misnota fé úr ríkishappdrættissjóði.[14] Þann 19. júlí árið 2016 var Arroyo náðuð af hæstarétti Filippseyja á forsetatíð bandamanns hennar, Rodrigo Duterte.[15]
Arroyo varð forseti fulltrúadeildar filippseyska þingsins þann 23. júlí árið 2018, fyrst kvenna og hélt þeirri stöðu til 30. júní næsta árs. Á embættistíð hennar samþykkti filippseyska þingið að lækka sakhæfisaldur á Filippseyjum niður í tólf ár.[16]
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Gloria Macapagal-Arroyo giftist José Miguel Tuason Arroyo þann 2. ágúst 1968. Hjónin eiga þrjú börn: Juan Miguel (f. 1969), Evangelinu Lourdes (f. 1971) og Diosdado Ignacio José María (f. 1974).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ben Rosario (11. október 2017). „Gloria joins ruling PDP Laban“. Manila Bulletin. Sótt 12. júlí 2019.
- ↑ „L'ex-présidente Gloria Arroyo est libre“. Sótt 12. júlí 2019.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 Auzary-Schmaltz et al. 2013, bls. 2680-2681.
- ↑ Kauffmann & al. 2007, Le Monde.
- ↑ Jocelyn Grange (9. maí 2004). „Philippines : élection du nouveau président“. Radio France internationale. Sótt 12. júlí 2019.
- ↑ „Fernando Poe Jr., 65, Philippine Actor-Politician, Dies“. The New York Times. 14. desember 2004. Sótt 12. júlí 2019.
- ↑ „10 mai 2004 - Philippines. Réélection contestée de la présidente Gloria Macapagal Arroyo“. Encyclopædia Universalis. 2018. Sótt 12. júlí 2019.
- ↑ „Massacre of Sugar Plantation Workers in Philippines“. Sótt 12. júlí 2019.
- ↑ LM 2005, Le Monde.
- ↑ Rédaction LM, AFP & Reuters 2006, Le Monde.
- ↑ „Crimes contre la presse: retour sur le massacre de Maguindanao“. RFI. 2. nóvember 2015.
- ↑ „Arroyo arrives at VMMC“. SunStar. 9. desember 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 11, 2012. Sótt 19. janúar 2012.
- ↑ Kathrina Alvarez (18. janúar 2012). „Corona revealed bias vs President: Aquino ally“. SunStar. Afrit af upprunalegu geymt þann nóvember 14, 2012. Sótt 19. janúar 2012.
- ↑ Whaley, Floyd (4. október 2012). „Philippines Ex-President Is Arrested in Hospital on New Charges“. New York Times. Sótt 13. desember 2015.
- ↑ „SC upholds Arroyo's plunder acquittal with finality“. ABS-CBN. 18. apríl 2017. Sótt 18. apríl 2017.
- ↑ „House OKs lowering crime liability age threshold to 12“. philstar.com. Sótt 10. mars 2019.
Fyrirrennari: Joseph Estrada |
|
Eftirmaður: Benigno Aquino III |