Fara í innihald

Egill Jacobsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Knud Eg­ill Jac­ob­sen (4. október 1880 - 21. október 1926) var danskur kaupmaður. Hann fluttist til Íslands 22 ára að aldri árið 1902 og gerðist afgreiðslumaður í vefnaðar­vöru­deild Brydesversl­un­ar. Hann varð síðar deildarstjóri í verslun Th. Thorsteinsson en árið 1906 stofnaði hann vefnaðar­vöru­versl­un í miðbæ Reykjavíkur, Verzlun Egils Jacobsen. Fyrri kona Egils var Sigríður Zöega og eignuðust þau tvær dætur. Seinni kona hans var Soffía Helgadóttir og eignuðust þau tvo syni.[1]

Honum var margt til lista lagt og var atkvæðamikill við ýmis félags- og íþróttastörf hér á landi. Hann átti m.a. nokkurn þátt í stofnun Knattspyrnufélagsins Víkings, var um tíma formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og sinnti dómarastörfum á knattspyrnuleikjum á Íslandi.[2]

Á öðrum áratug 20. aldar veitti Jacobsen Íþróttasambandinu mikla og góða aðstoð við að fá danska knattspyrnuliðið Akademisk Boldklub að taka boði um Íslandsferð. AB frá Kaupmannahöfn var fyrsta erlenda liðið til að heimsækja Ísland.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Magnús Jónsson, „Egill Jacobsen kaupmaður“, Morgunblaðið, 22. október 1926.
  2. „Húsið þar sem aldirnar mætast“. www.mbl.is. Sótt 2. október 2019.
  3. Sigmundur Ó. Steinarsson (2014). „Saga Landsliðs karla“ (PDF). KSÍ.