Auditorio de Tenerife
Útlit
Auditorio de Tenerife er tónlistarhús í Santa Cruz de Tenerife, Kanaríeyjum, Spáni. Það var hannað af spænska arkitektinum Santiago Calatrava og opnaði 2003.
Framkvæmdir hófust 1997 og lauk 2003. Húsið var vígt 26. september sama árs í nærveru Filippus Spánarkrónprins. Húsið var síðar heimsótt af fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Auditorio de Tenerife er aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Tenerife, sem er ein af bestu sinfóníuhljómsveitum Spánar.[1]
Í dag er byggingin tákn borgarinnar Santa Cruz de Tenerife[2] og ein af helstu nútímabyggingunum á Spáni.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Recopilación de críticas en la página de la Orquesta Sinfónica de Tenerife“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2008. Sótt 28. febrúar 2013.
- ↑ Auditorio de Tenerife (á spænsku)
- ↑ Auditorio Tenerife, information Geymt 10 desember 2012 í Wayback Machine (á spænsku)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Auditorio de Tenerife.