Alessandro Scarlatti
Útlit
Alessandro Scarlatti (2. maí 1660 – 22. október 1725) var ítalskt barokktónskáld. Hann fæddist í Palermo en fjölskylda hans flutti til Rómar þegar Alessandro var unglingur. Núna er hann aðallega þekktur fyrir óperur sínar og kantötur. Hann var faðir tveggja tónskálda: Domenico Scarlatti og Pietro Filippo Scarlatti.
Óperur Scarlatti (úrval)
[breyta | breyta frumkóða]- Gli equivoci nel sembiante (1679)
- Il Tigrane (1714)
- Il trionfo dell'onore (1718)
- La Griselda (1721)