Fara í innihald

Alþingiskosningar 1844

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþingiskosningar 1844 voru fyrstu alþingiskosningar á Íslandi eða m.ö.o. Alþingi var endurreist sem ráðgjafarþing með Tilskipun um stiptun sjerlegrar ráðgefandi samkomu fyrir Ísland, er á að nefnast Alþingi.

Kosningabærir voru aðeins hinir efnameiri. Eða eins og segir í tilkynningunni um kosningarétt sem gefin var út árinu á undan:

Réttindi til hluttöku í kosningu alþingismanna bera einungis haldendum, er annaðhvort eiga jörð, að minnsta kosti 10 hundraða dýrleika, ellegar múr- eða timburhús í Reykjavík eður einhverju öðru landsins verslunarplássi, sem með löglegri virðingu í minnsta lagi hefur verið metið til 1000 ríkisbankadala andvirðis. Ellegar og svo þeim, er opinberu eður beneficeruðu gózi halda jörð með lífsfestu. Í minnsta lagi af 20 hundraða dýrleika. -- Þó er tilskilið, að kjósendur hafi óflekkað mannorð, hafi náð 25 ára aldri og að sá fullkomni myndugleiki, sem honum eftir hans aldri ber, ekki af neinni annari orsök sje skertur.

Niðurstöður

[breyta | breyta frumkóða]

Á þinginu 1845 tóku sæti sjö konungskjörnir þingmenn og tuttugu kjördæmakjörnir. Bjarni Thorsteinsson var forseti Alþingis.

Konungskjörnir þingmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Kjördæmakjörnir þingmenn

[breyta | breyta frumkóða]


Fyrir:
'
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1852
  Þessi Íslandsgrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.