1313
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1313 (MCCCXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Miklar frosthörkur um allt land, svo að fætur frusu undir hrossum og nautum. Veturinn var kallaður Hrossafallsvetur.
- Gissur galli Björnsson, höfðingi í Víðidalstungu, deildi við norska kaupmenn á Gásum og var lemstraður svo illa að hann var rúmfastur mánuðum saman.
- Hákon háleggur gaf út réttarbót.
Fædd
Dáin
- 1. febrúar - Jörundur Þorsteinsson Hólabiskup.
- 30. desember - Loðmundur, ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
- Snorri Markússon lögmaður á Melum.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 9. nóvember - Lúðvík 4. keisari vann sigur á frænda sínum, Friðrik 1. hertoga Austurríkis, í orrustunni við Gamelsdorf.
- Jóskir bændur neituðu að greiða viðbótarskatta sem Eiríkur menved Danakonungur hafði lagt á þá og gerðu uppreisn. Þeir unnu sigur á herliði konungs við Kolding en síðan kom konungur með þýska málaliða, yfirbugaði bændurna, hengdi leiðtoga þeirra og sendi marga bændur í nauðungarvinnu.
Fædd
- 16. júní - Giovanni Boccaccio, ítalskur rithöfundur (d. 1375).
Dáin
- 24. ágúst - Hinrik 7., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1275).
- Jóhann Balliol, fyrrverandi konungur Skotlands.