Þuríðarbúð
Þuríðarbúð er sjóminjasafn á Stokkseyri og var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík 26. júní 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann. Stokkseyringafélagið lét reisa búðina nálægt þeim stað sem þau telja að búðin hafi verið byggð áður fyrr. Búðin var svo endurhlaðin árið 2001 undir stjórn hleðslu meistarans Guðjón Kristinssonar og er hún nú í umsjón Sveitarfélagsins Árborgar, en Byggðasafn Árnesinga sér um öll sýningarhöld og kynningar.
Á seinni hluti 19. aldar skiptu sjóbúðir eins og búðin hennar Þuríðar mjög miklu máli. Búðirnar voru byggðar úr torf og grjót og voru bjálkar settir meðfram veggjum svo að vermennirnir gátu sofið í þeim. Það var ekki mikið pláss í búðunum enda þurftu tveir og tveir að sofa í sama rúmi. Sjóbúðirnar voru allt í senn; svefnskáli, matstofa og dagstofa vermanna.
Heimildaskrá
[breyta | breyta frumkóða]- Byggðasafn Árnesinga. Sótt 28. nóvember af https://www.husid.com/onnur-sofn/thuridarbud-a-stokkseyri/ Geymt 1 febrúar 2018 í Wayback Machine