Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson | |
---|---|
Fæddur | 27. september 1983 |
Maki | Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir |
Börn | 3 |
Þorvaldur Davíð Kristjánsson (f. 27. september 1983) er íslenskur leikari.[1] Þorvaldur útskrifaðist árið 2011 með BFA-gráðu af leiklistarbraut frá Juilliard listaháskólanum (The Juilliard School) í New York í Bandaríkjunum. [2] Þorvaldur stundaði að auki nám við Oxford háskóla í Bretlandi þar sem hann er ævimeðlimur í Balliol College.[3]
Þorvaldur hefur bæði verið tilnefndur og hlotið Edduna fyrir túlkun sína á hinum ýmsu hlutverkum í sjónvarpi og kvikmyndum í gegnum árin.[4] Hann hefur einnig tekið þátt í fjöldann öllum af leiksýningum og meðal annars hlotið Grímutilnefningu fyrir túlkun sína á Christoper Boon í Furðulegt háttalag hunds um nótt sem sett var upp í Borgarleikhúsinu.[5] Árið 2023 var Þorvaldur valinn sem einn af European Shooting Stars á Berlinale kvikmyndahátíðinni.[6] Að auki hefur hlotið hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín á sviði leiklistar líkt og American Scandinavian Foundation Cultural Grant[7] og Tilnefningu sem Framúrskarandi ungur Íslendingur á vegum JCI samtakanna.[8]
Þorvaldur hefur gefið út þrjár barnabækur. Árið 2023 kom út fyrsta barnabókin hans í samvinnu við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og heitir sú bók Sokkalabbarnir: Ný Veröld. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum um Sokkalabbanna. Tvær aðrar bækur í sama bókaflokki, Sóli fer á Ströndina og Grændís: Græn af öfund, komu út árið 2024. Bókaflokkurinn er ætlaður byrjendum í lestri.[9] Þorvaldur fékk handritastyrk frá Kvikmyndasjóði Ísland til að skrifa sjónvarpsþætti byggða á bókkaflokknum um Sokkalabbana.[10] Þættirnr eru nú í skrifum.
Þorvaldur býr í Laugardalnum í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]- Reykjavík Whale Watching Massacre (2009)
- Svartur á leik (2012)
- Vonarstræti (2014)
- Dracula Untold (2014)
- Ég man þig (2017)
- Svanurinn (2017)
- White Lines (2020) (sjónvarpsþættir)
- Ráðherrann (2020)
- Já fólkið (2021) (stuttmynd)
- Svar við bréfi Helgu (2022)
- FBI: International (2023) (sjónvarpsþættir)
- Ráðherrann 2 (2024) (sjónvarpsþættir)
- Darkness (2024) (sjónvarpsþættir)
- Útilega (2024) (Sjónvarpsþættir
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Nýtt lag á leiðinni frá Þorvaldi Davíð“. Fréttablaðið. 7. júlí 2011. bls. 50. Sótt 14. september 2020.
- ↑ https://www.visir.is/g/2011848395d/utskrifadur-ur-juilliard-og-flytur-bratt-til-hollywood
- ↑ Balliol College, University of Oxford: Annual Record 2019.
- ↑ „Verðlaunahafar“. Eddan (bandarísk enska). Sótt 23. nóvember 2024.
- ↑ Jún 5; Fréttir | 0, 2014 |. „Tilnefningar til Grímunnar 2014 | Leiklistarvefurinn“. Sótt 23. nóvember 2024.
- ↑ „european shooting stars 2023 - here they are! – EFP ONLINE“. www.efp-online.com. Sótt 23. nóvember 2024.
- ↑ „Thorvaldur David Kristjansson“. americanscandinavian.org (enska). Sótt 23. nóvember 2024.
- ↑ Vefstjóri (15. maí 2012). „Topp 10 hópurinn“. JCI Ísland (bandarísk enska). Sótt 23. nóvember 2024.
- ↑ „Þorvaldur Davíð Kristjánsson“. Bókabeitan (enska). Sótt 23. nóvember 2024.
- ↑ „Úthlutanir 2022“. Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sótt 23. nóvember 2024.