Fara í innihald

Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Fæddur27. september 1983 (1983-09-27) (41 árs)
MakiHrafntinna Viktoría Karlsdóttir
Börn3

Þorvaldur Davíð Kristjánsson (f. 27. september 1983) er íslenskur leikari.[1] Þorvaldur útskrifaðist árið 2011 með BFA-gráðu af leiklistarbraut frá Juilliard listaháskólanum (The Juilliard School) í New York í Bandaríkjunum. [2] Þorvaldur stundaði að auki nám við Oxford háskóla í Bretlandi þar sem hann er ævimeðlimur í Balliol College.[3]

Þorvaldur hefur bæði verið tilnefndur og hlotið Edduna fyrir túlkun sína á hinum ýmsu hlutverkum í sjónvarpi og kvikmyndum í gegnum árin.[4] Hann hefur einnig tekið þátt í fjöldann öllum af leiksýningum og meðal annars hlotið Grímutilnefningu fyrir túlkun sína á Christoper Boon í Furðulegt háttalag hunds um nótt sem sett var upp í Borgarleikhúsinu.[5] Árið 2023 var Þorvaldur valinn sem einn af European Shooting Stars á Berlinale kvikmyndahátíðinni.[6] Að auki hefur hlotið hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín á sviði leiklistar líkt og American Scandinavian Foundation Cultural Grant[7] og Tilnefningu sem Framúrskarandi ungur Íslendingur á vegum JCI samtakanna.[8]

Þorvaldur hefur gefið út þrjár barnabækur. Árið 2023 kom út fyrsta barnabókin hans í samvinnu við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og heitir sú bók Sokkalabbarnir: Ný Veröld. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum um Sokkalabbanna. Tvær aðrar bækur í sama bókaflokki, Sóli fer á Ströndina og Grændís: Græn af öfund, komu út árið 2024. Bókaflokkurinn er ætlaður byrjendum í lestri.[9] Þorvaldur fékk handritastyrk frá Kvikmyndasjóði Ísland til að skrifa sjónvarpsþætti byggða á bókkaflokknum um Sokkalabbana.[10] Þættirnr eru nú í skrifum.

Þorvaldur býr í Laugardalnum í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Nýtt lag á leiðinni frá Þorvaldi Davíð“. Fréttablaðið. 7. júlí 2011. bls. 50. Sótt 14. september 2020.
  2. https://www.visir.is/g/2011848395d/utskrifadur-ur-juilliard-og-flytur-bratt-til-hollywood
  3. Balliol College, University of Oxford: Annual Record 2019.
  4. „Verðlaunahafar“. Eddan (bandarísk enska). Sótt 23. nóvember 2024.
  5. Jún 5; Fréttir | 0, 2014 |. „Til­nefn­ing­ar til Grím­unn­ar 2014 | Leiklistarvefurinn“. Sótt 23. nóvember 2024.
  6. „european shooting stars 2023 - here they are! – EFP ONLINE“. www.efp-online.com. Sótt 23. nóvember 2024.
  7. „Thorvaldur David Kristjansson“. americanscandinavian.org (enska). Sótt 23. nóvember 2024.
  8. Vefstjóri (15. maí 2012). „Topp 10 hópurinn“. JCI Ísland (bandarísk enska). Sótt 23. nóvember 2024.
  9. „Þorvaldur Davíð Kristjánsson“. Bókabeitan (enska). Sótt 23. nóvember 2024.
  10. „Úthlutanir 2022“. Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sótt 23. nóvember 2024.