Íbúð
Íbúð er sjálfstætt heimili sem nær yfir hluta byggingar eins og til dæmis fjöleignarhúss eða blokkar. Íbúð getur verið í eigu íbúans eða húsráðanda sem leigir hana einhverjum öðrum. Kostur við að búa í íbúð er að það getur verið öruggara vegna þess að þarf að komast í gegnum tvennar eða fleiri dyr áður en komið er inn í íbúðina. Auk þess þurfa íbúar í íbúðum oftast ekki að halda görðum og sameignarsvæðum við, eigandi byggingarinnar ber þessa ábyrgð. Það eru líka kostir fyrir húsbyggjandann: byggingakostnaður á hverri íbúð í einhverri byggingu er ekki svo mikill miðaður við kostnað á að byggja einbýlishús, og landkostnaði er dreift á milli íbúðanna. Það eru einnig ókostir á íbúðum, til dæmis er orkunotkun þeirra sem búa í blokkum yfirleitt hærri en þeirra sem búa í eigin húsum, meðal annars vegna þess að í háhýsum eru oft lyftur.