Fara í innihald

Háubakkar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 26. september 2023 kl. 12:52 eftir Steinninn (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. september 2023 kl. 12:52 eftir Steinninn (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Háubakkar við Elliðaárvog er náttúruvætti við Súðarvog í Reykjavík. Þar sjást þykk setlög, Elliðaárlögin sem sennilega eru um 200 þúsund ára gömul. Þessi lög sýna áhrif mikilla loftslagsbreytinga á ísöld. Setlögin eru um 8 m á þykkt og það má finna undir grágrýtislagi um 20 sm þykkt surtarbrandslag.