Gambit (kvikmynd frá 2012)
Gambit er bandarísk gamanmynd sem Michael Hoffman leikstýrir og var gefin út árið 2012. Myndin er endurgerð af samnefndri kvikmynd árið 1966 og Colin Firth, Cameron Diaz, Alan Rickman og Stanley Tucci fóru með aðalhlutverkin í henni. Handrit myndarinnar er skrifað af Coen bræðrunum.
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Endurgerð af 1966 kvikmyndinni hefur verið í undirbúningi í mörg ár. Coen bræðurnir skrifuðu handrið sem átti að kvikmynda árið 2009. Orðrómar höfðu lengi gengið um að Colin Firth myndi koma fram sem Harry Dean en hann sagði í viðtali í september 2008: „Nei! Það er algjör lygi. Þetta hefur bara verið sett þarna á IMDB“. Hann sagði einnig: „Coen bræðurnir hafa skrifað frábært handrit“. Margir aðrir frægir leikarar komu til greina þar á meðal Hugh Grant, Ben Kingsley, Sandra Bullock og Jennifer Aniston.[1] Tökur á myndinni hófust í maí 2011.[2]
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Colin Firth sem Harry Deane
- Cameron Diaz sem PJ Puznowski
- Alan Rickman sem Lord Shabandar
- Tom Courtenay sem The Major
- Stanley Tucci sem Zaidenweber
- Cloris Leachman sem The Old Lady
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Shawn Adler (15. september 2008), http://moviesblog.mtv.com/2008/09/15/colin-firth-says-coen-brothers-film-gambit-not-happening/ Geymt 21 maí 2011 í Wayback Machine
- ↑ Mike Fleming (18. nóvember 2010), http://www.deadline.com/2010/11/gambit-gets-funding-and-michael-hoffman-as-director/