Erik Axel Karlfeldt
Erik Axel Karlfeldt, fæddur Erik Axel Eriksson (20. júlí 1864 – 8. apríl 1931) var sænskt ljóðskáld sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1931.
Karlfeldt fæddist í Dölunum, sonur bændafólks. Hann nam við Uppsalaháskóla. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1895 og var yrkisefni hans alla tíð líf sveitafólks. Karlfeldt var snemma tekinn inn í sænsku Akademíuna og átti lengi sæti í Nóbelsnefnd hennar.
Hann lést snögglega eftir skammvinn veikindi vorið 1931. Síðar sama ár var honum veitt Nóbelsverðlaunin og eru þeir Karlfeldt og Dag Hammarskjöld því einu mennirnir sem hlotið hafa verðlaunin eftir dauða sinn. Snemma komst á kreik sú saga að Karlfeldt hafi boðist Nóbelsverðlaunin árið 1918 en hann afþakkað þau. Engin verðlaun voru veitt það árið.