Los Angeles Lakers

(Endurbeint frá Minneapolis Lakers)

Los Angeles Lakers er körfuboltalið frá Los Angeles í Kaliforníu sem spilar í NBA deildinni. Heimavöllur liðsins er Crypto.com Arena sem liðið deilir með Los Angeles Sparks sem leikur í WNBA.

Los Angeles Lakers
Merki félagsins
Los Angeles Lakers
Deild NBL (1946–1948)
BAA (1948–1949)
NBA (1949–nú)
Stofnað 1946
Saga Detroit Gems
1946–1947
Minneapolis Lakers
1947–1960
Los Angeles Lakers
1960–nú
Völlur Crypto.com Arena
Staðsetning Los Angeles, Kaliforníu
Litir liðs Fjólublár, gull og hvítur
              
Eigandi Buss fjölskyldan
Formaður Jeanie Buss
Þjálfari J.J. Redick
Titlar NBL: 1
BAA: 1
NBA: 16
NBA Bikarmeistarar: 1.
Heimasíða

Félagið var stofnað árið 1946 sem Detroit Gems í Detroit í Michigan og keppti í National Basketball League (NBL).[1] Eftir eitt ár í Detroit var félagið selt til viðskiptamanna frá Minneapolis sem fluttu liðið þangað og endurskýrðu það sem Lakers, en nafnið er sótt úr gælunafni fylkisins, „Land of 10.000 Lakes“.[2] Undir nýju nafni vann liðið NBL titilinn árið 1948. Tímabilið eftir flutti Lakers sig yfir í Basketball Association of America (BAA) þar sem þeir urðu strax meistarar. Eftir sameiningu NBL og BAA í NBA árið 1949 vann Lakers fjóra af næstu fimm NBA meistaratitlum áður en það flutti til Los Angeles fyrir 1960-1961 tímabilið. Í Los Angeles hefur félagið unnið 12 NBA meistaratitla, síðast árið 2020. Árið 2023 vann Lakers Bikarkeppni NBA sem var þá keppt í í fyrsta sinn.[3]

Titlar

breyta
  1. NBA deildin telur meistaratitla unna í BAA deildinni með titlum unnum í NBA deildinni.[5]

Þekktir leikmenn

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Sopan Deb (18. júní 2024). „The Celtics Have 18 Championships. The Lakers? 17. (And Maybe One More.)“. The New York Times. Sótt 8. september 2024. „A truly terrible N.B.L. team was the Detroit Gems, which played for only one season, going 4-40 in 1946-1947. Benny Berger, a Minneapolis businessman, purchased the Gems and relocated the franchise to Minneapolis. He renamed them the Lakers.“
  2. Jim Peltz (14. desember 2014). „Name that team: How major pro sports franchises came by their names“. The Los Angeles Times. Sótt 8. september 2024. „When the Detroit Gems were moved to Minneapolis before the 1947-48 season, they settled on Lakers because of Minnesota's thousands of lakes.“
  3. „Lakers win NBA's first-ever In-Season Tournament title“. NBC News (enska). 10. desember 2023. Sótt 27. október 2024.
  4. Bill Carlson (12. apríl 1948). „Lakers 'World Champions' now“. The Minneapolis Star. bls. 23. Sótt 23. júní 2024 – gegnum Newspapers.com.  
  5. Curtis Harris (21. janúar 2022). „How the NBA's 75th anniversary sweeps away its early history“. The Washington Post. Sótt 23. júní 2024.