Women's National Basketball Association
Women's National Basketball Association (WNBA) er bandarísk atvinnumannadeild kvenna í körfubolta. Deildin var stofnuð 24. apríl 1996 sem systurdeild NBA deildarinnar en fyrsta tímabil hennar var leikið árið 1997. Deildarkeppnin er almennt leikin frá maí til september. Efstu liðin komast áfram í úrslitakeppnina og að lokum mætast tvö lið í úrslitum deildarinn sem leikin er í október. Stjörnuleikur deildarinnar, þar sem helstu stjörnur deildarinnar etja kappi, fer fram um mitt tímabilið.[1] Á meðan deildarkeppninni stendur er einnig í gangi bikarkeppni, The Commissioner's Cup, sem fyrst var leikið um árið 2020.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Women's National Basketball Association (WNBA) | History & Teams | Britannica“. www.britannica.com (enska). 3. nóvember 2024. Sótt 5. nóvember 2024.
- ↑ Mitchell Hansen (28. maí 2021). „WNBA Commissioner's Cup: What it is, How it Works, and What's on the Line“. winsidr.com (bandarísk enska). Sótt 5. nóvember 2024.