Måns Zelmerlöw
sænskur söngvari og sjónvarpsmaður
Måns Petter Albert Sahlén Zelmerlöw (f. 13. júní 1986) er sænskur söngvari og sjónvarpsmaður. Hann er best þekktur fyrir að hafa tekið þátt í sænska Idol árið 2005 þar sem hann endaði í fimmta sæti, unnið fyrstu seríu Let's Dance árið 2006 og sigrað Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Svíþjóð með laginu „Heroes“ árið 2015.
Måns Zelmerlöw | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Måns Petter Albert Sahlén Zelmerlöw 13. júní 1986 |
Uppruni | Lundur, Skánn, Svíþjóð |
Ár virkur | 2005–núverandi |
Stefnur | Popp |
Útgáfufyrirtæki | Warner Music Sweden |
Vefsíða | manszelmerlow.se |
Árið 2017 kom Zelmerlöw fram í Söngvakeppninni, undankeppni Íslands í Eurovision, þar sem hann söng „Heroes“, „Glorious“ og „Wrong Decision“.[1]
Breiðskífur
breyta- Stand by For... (2007)
- MZW (2009)
- Christmas with Friends (2010)
- Kära vinter (2011)
- Barcelona Sessions (2014)
- Perfectly Damaged (2015)
- Chameleon (2016)
- Time (2019)
Tilvísanir
breyta- ↑ „Måns söng Heroes í höllinni“. ruv.is. RÚV. 11. mars 2017. Sótt 30. janúar 2022.