Wikipedia:Dagens skandinaviske artikel/Søndag/Uge 16, 2007
Udseende
Grikkland hið forna vísar til hins grískumælandi heims í fornöld. Það vísar ekki eingöngu til þess landsvæðis sem Grikkland nær yfir í dag, heldur einnig landsvæða þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: Kýpur og Eyjahafseyja, Jóníu í Litlu Asíu (í dag hluti Tyrklands), Sikileyjar og Suður-Ítalíu (nefnt Stóra Grikkland eða Magna Graecia í fornöld) og til ýmissa grískra nýlendna t.d. í Kolkis (við botn Svartahafs), Illyríu (á Balkanskaga við strönd Adríahafs), í Þrakíu, Egyptalandi, Kýrenæku (í dag Líbýa), suðurhluta Gallíu (í dag Suður-Frakkland), á austur og norðaustur Íberíuskaga, í Íberíu (í dag Georgíu) og Táris (í dag Krímskaga).