Fara í innihald

Pestó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pesto alla genovese er gert úr basilíkulaufum...
...og furuhnetum...
...sem er malað eða steytt saman við önnur brúksefni

Pestó er sósuþykkni sem oftast er kennt við Genúa á Norður-Ítalíu (pesto alla genovese). Talið er að pestósósa sé persnesk að uppruna en hún er nú órjúfanlega tengd við Ítalíu og sérstaklega Genúaborg. Heitið er dregið af ítölsku sögninni: pestare („að mala“) sem vísar til malaðs hvítlauks og krydds.

Pesto alla genovese er gert úr basilíku frá Genúaborg, salti, hvítlauki, og líka hreinni ólífuolíu, evrópskum furuhnetum og röspuðum hörðum osti eins og Parmigiano-Reggiano, (Grana Padano, Pecorino Sardo eða Pecorino Romano).

Þegar pestó var búið til í fyrstu var notað marmaramortél og tréstautur. Basilíkulauf voru þvegin, þurrkuð og möluð saman í mortélinu með hvítlauk og grófgert salt. Síðan var blandan möluð saman þangað til hún varð þykkni. Þá var furuhnetunum bætt út í. Þegar hneturnar höfðu blandast saman við þykknið, var ostur raspaður út í og ólifuolíu bætt við.

Pestó er yfirleitt notað með pasta (lasagna, strozzapreti eða trenette) og stundum í grænmetissúpu (minestrone). Mikilvægt er að elda pestó aldrei af því basilíka í því verður bitur þegar hún er hituð.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.