Fara í innihald

Notandaspjall:María Ammendrup

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Velkomin(n) á íslensku Wikipediu!

Takk fyrir að skrá þig á frjálsa alfræðiritið. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis. Meginreglurnar eru einungis þrjár og þær eru afar einfaldar: á Wikipediu eru engar frumrannsóknir, allt er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði og það þarf að vera hægt að staðfesta upplýsingar í öðrum heimildum.

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna og nýliðanámskeiðið, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru gagnlegar fyrir byrjendur. Einnig eru gagnlegar ábendingar á síðunni Að skrifa betri greinar.
  • Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.
  • Einnig er hjálpin ómissandi ef þú vilt fræðast nánar um Wikipediu.

Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikipediunni. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!

--Cessator (spjall) 15. júní 2012 kl. 15:32 (UTC)[svara]

Don't speak Icelandic? Post {{#babel:is-0}} on your user page or add more languages into your babel box.

Varðandi titil á greinum um útgáfur Íslenzkra tóna

[breyta frumkóða]

Góðan dag

Eins og ég vakti athygli á í pottinum tel ég eðlilegra að þú nefnir greinar um útgefnar plötur eftir plötutitlinum en ekki raðnúmerinu, þannig ætti EXP-IM 57 í raun að vera Gömlu dansarnir, EXP-IM 56 Helena Eyjólfsdóttir syngur, o.s.frv. Ertu ekki sammála þessu? Bkv, --Jabbi (spjall) 21. ágúst 2012 kl. 15:12 (UTC)[svara]

Sæll vertu.
Þetta er nokkuð snúið - raðnúmerið er skráð á plötuna sjálfa og listað upp í lista yfir plöturnar á síðunni um Íslenska tóna. Held að nauðsynlegt sé að hafa raðnúmerið sem grunn af nokkrum ástæðum. Engin merkt umslög voru t.d. utan um 78 sn. plöturnar og þær heita því ekkert. Á 45 snúninga plötunum sem við erum nú að setja inn er heiti á plötuumslagi en bæði voru þau ekki alltaf seld með og við eigum ekki eintak af öllum umslögum. Ekki tíðkaðist að nefna plöturnar sjálfar svo raðnúmerið er besti kosturinn. Kveðja. --María Ammendrup (spjall) 21. ágúst 2012 kl. 15:50 (UTC)[svara]
Í þeim tilvikum sem platan ber ekki titil teldi ég vel hugsanlegt að nefna greinina sem dæmi, Ónefnd plata (Íslenzir tónar, 1954) eða Plata án titils, (Íslenzir tónar, 1954). Ég tel það ekki heppilegra að gera eins og þú leggur til og notast við raðnúmerið. Raðnúmer er fyrst og fremst til hagræðingar fyrir útgáfufyrirtækið en miklu eðlilegra er að útgangspunkturinn við val á titli takið mið af efnislegu innihaldi - og því að titill sé ávallt notaður þegar það er hægt en ella sé það gefið til kynna að platan beri engan titil. Loks spyr ég af forvitni, þú segir að „þið" séuð að setja inn efni. Má ég spyrja hver þið séuð eða hvers vegna þið séuð að setja þetta efni inn? Kv, --Jabbi (spjall) 21. ágúst 2012 kl. 16:06 (UTC)[svara]
Þó ég skilji mjög vel pælinguna og telji hana henta í flestum tilvikum, þá eru þessar gömlu plötur svolítið sérstakar og ólíkar því sem nú gerist með merkingar. Kristján Frímann Kristjánsson (kfk) hefur notað sömu aðferð með raðnúmerin við síðuna um SG-hljómplötur (ótrúlega flott síða), Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur, Tónaútgáfuna og Músíkbúðina. Hann var í sambandi við Cessator og Þórunni og gerðu þau ekki athugasemdir. Sá að Akiga notaði einnig sömu aðferð þegar hann setti inn lista yfir 78 snúninga plötur Íslenzkra tóna fyrir nokkru. „Við" kfk erum bara tvö að fást við þessa síðu, hann sem óbilandi áhugamaður um tónlist, tónlistarútgáfu og wiki og ég sem dóttir útgefandans Tage, sem hef aðgang að ýmsum frumheimildum og vilja til að koma þeim upplýsingum á framfæri. Það eru glettilega margir áhugasamir um þessar gömlu plötur, listamennina og tónlistina sjálfa - það er sorglega lítið um svona upplýsingar á wiki. Kristján Frímann á heiðurinn af nánast öllu sem hægt er að fletta upp frá þessum tíma. --María Ammendrup (spjall) 21. ágúst 2012 kl. 18:54 (UTC)[svara]
Ég hef ekki sterka skoðun á þessu. Núverandi fyrirkomulag er svo sem snyrtilegt og hefur þann kost að það er mikið (innra) samræmi. Síðan er svo sem alltaf hægt að setja inn tilvísanir frá titlunum þar sem þeir eru til. En eitt, sem þarf að hafa í huga, er að hvaða titli er líklegast að notendur leiti.
En svo ég víki að öðru, þá tók ég eftir að þú sagðist hafa „aðgang að ýmsum frumheimildum“, sem aðrir hafa e.t.v. ekki aðgang að. Ég vil benda þér/ykkur á að fara varlega í að byggja umfjöllun á slíkum heimildum, því það gæti þurft að eyða henni aftur út. Vandinn er að frumrannsóknir og sjálfstæð greining og úrvinnsla á frumheimildum er ekki leyfð á Wikipediu. Fyrir því eru góðar ástæður, m.a. sú að ef aðrir notendur geta ekki sannreynt hvað stendur í heimildunum, sem gefnar eru upp, þá eru þær lesendum einskis virði sem heimildir; m.ö.o. af því að aðrir lesendur/notendur hafa ekki sama aðgang að þeim, þá geta þeir ekki treyst því að þær styðji þær fullyrðingar sem þær eru sagðar styðja. Að vísa í frumheimild, sem aðrir lesendur hafa ekki aðgang að, jafngildir þ.a.l. því að segja lesendum „treystu mér, þetta er bara svona“. Það er þess vegna prinsippatriði á Wikipediu (af því að hún hefur ekki faglega ritstjórn) að byggja ekki á frumheimildum, heldur sannreynanlegum, útgefnum heimildum eingöngu. --Cessator (spjall) 21. ágúst 2012 kl. 19:24 (UTC)[svara]
Já ég skil málið með frumheimildirnar mjög vel (verst hvað lítið hefur verið skrifað um þetta). Ég átti nú kannski helst við myndir, sjálfar plöturnar og umslögin og síðan nákvæmar upplýsingar um útgáfuár. Útgáfuár er svo sem ekki alltaf rétt í eldri skráðum heimildum en nú er hægt að staðfesta það með uppflettingu í blöðum og tímaritum svo ég hika ekki við að nota réttustu upplýsingarnar. Endilega látið vita ef við erum á rangri leið - erum að reyna að gera þetta vel. --María Ammendrup (spjall) 21. ágúst 2012 kl. 20:02 (UTC)[svara]
Ég fagna því að þið viljið koma þessum upplýsingum öllum á vefinn hér á wiki. Ég er sjálfur áhugamaður um vínylplötur og kannast við það að ekki er ávallt fullkomið samræmi í útgáfum á plötum, ekki bara hjá "jaðarútgáfufyrirtækjum" heldur einnig hjá stórum útgáfufyrirtækjum. Það er þó ekki tilefni til þess að stofna greinar með raðnúmeri plötunnar sem titil. Þessar röksemdir hjá ykkur velta frekar upp spurningum um það hvort þetta efni sé markvert og eigi heima á Wikipediu. Það er ekki óalgengt að gefnar séu út plötur án titils en það tíðkast alveg að gefa út plötur án raðnúmers. Ekki kæmi það til greina að nefna greinina um en:Odelay en:BL30 enda þótt platan hafi verið gefin út með því raðnúmeri. Hvað þá að röksemdin haldi af tilliti til þess að útgáfufyrirtækið Bong Load Records hafi áður gefið út plötur án titils. --Jabbi (spjall) 22. ágúst 2012 kl. 20:10 (UTC)[svara]
Veit ekki alveg hvort ég er að skilja þig rétt. Telurðu að efnið sé ómarkvert og eigi ekki heima hér? Og telurðu að þægilegra sé að aðgreina plöturnar eingöngu eftir óræðu nafni á plötuumslagi, sem dæmi Helena, Helena Eyjólfsdóttir eða Helena Eyjólfsdóttir syngur (jafnvel 2 plötur með sama heiti á plötuumslagi)? Vil líka benda á að á wiki-síðu Helenu og fleiri listamanna er vísað í raðnúmerin sem hlaðast upp á þeirra síðum samhliða. Þessu væri erfitt að breyta núna. --María Ammendrup (spjall) 22. ágúst 2012 kl. 20:30 (UTC)[svara]
Í fullri hreinskilni tel ég efnið vera markvert. En staðreyndin er sú að viðmiðið er "Efni er markvert ef það er þekkt utan þröngs hóps áhugamanna eða ætti að vera það vegna mikilvægis þess eða áhrifa." og ef það á að vera á vitorði margra annarra en þröngs hóps áhugamanna hvaða plata EXP-IM 56 er þá eru það fréttir fyrir mér. Hins vegar útiloka ég ekki með öllu að einhver kannist við plötuna Gömlu dansarnir. Þú hefur fulla samúð mína með þá auknu vinnu sem þessi ákvörðun hefði í för með sér. En hér er líklegast réttast að hafa það sem sannara reynist og sem ég segi, þetta er minn skilningur á því hvernig best sé að haga þessu. Varðandi spurningu þína um plötur með Helenu Eyjólfs þá er svarið já, betra að nota titilinn. Ef titill og útgáfuár er sama er hægt að nota raðnúmer til aðgreiningar, dæmi Helena Eyjólfs syngur (1956, EXP-IM XX). --Jabbi (spjall) 22. ágúst 2012 kl. 21:31 (UTC)[svara]
María, bestu þakkir fyrir innleggin, en best fer á að hafa greinar um hljómplötur undir heiti hljómplötunnar, ekki síst til að auðvelda leit að tiltekinni hljómplötu. Hljómplötur án titils eru líklega ekki markverðar í skilningi Wikpedíuog eiga því ekki heima hér. – Athugaðu einnig að ekki er rétt að þið Kfk séuð ein um að fást við þessar greinar, því þær eru opnar til breytinga fyrir öllu Wikipedía-samfélaginu ;) Thvj (spjall) 25. ágúst 2012 kl. 15:58 (UTC)[svara]
Hann kfk lagar þetta eftir mig svo auðvelt verður að fletta upp - hann er kominn að EXP-IM 98 sýnist mér. --María Ammendrup (spjall) 25. ágúst 2012 kl. 16:04 (UTC)[svara]