Fara í innihald

Medea (Corneille)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Medea er harmleikur í fimm þáttum eftir Pierre Corneille frá 1635. Leikritið byggir á samnefndum harmleik eftir Seneca yngri sem byggir á goðsögunni um Medeu frá Kolkis sem var svikin af Jasoni. Medea er fyrsti harmleikur Corneilles.

Í útgáfu Seneca kemur Medea fram sem hálfguðlegur hefndarandi og norn en Corneille, sem annars fylgir Seneca eftir, leggur meiri áherslu á harmræna túlkun persónunnar og túlkar barnamorðið sem hetjulega sjálfsfórn fremur en æði.

  • Carolyn A. Durham, „Medea: Hero or Heroine?“, Frontiers: A Journal of Women Studies, Vol. 8, No. 1 (1984), pp. 54-59 (JSTOR).
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.