Fara í innihald

Kraftlyftingasamband Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kraftlyftingasamband Íslands
Fullt nafn Kraftlyftingasamband Íslands
Skammstöfun KRA (ÍSÍ kerfi)
KRAFT (almennt)
Stofnað 15. apríl 2010[1]
Stjórnarformaður Sigurjón Pétursson[2]
Sambandsaðild Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)
Norræna kraftlyftingasambandið (NPF)
Evrópska kraftlyftingasambandið (EPF)
Alþjóða kraftlyftingasambandið (IPF)
Iðkendafjöldi 2010 361[3]

Kraftlyftingasamband Íslands (KRA) eða KRAFT er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og aðili að Alþjóða Kraftlyftingasambandinu (IPF), Evrópska Kraftlyftingasambandinu (EPF) og Norræna Kraftlyftingasambandinu (NPF).

Kraftlyftingar hafa verið stundaðar á Íslandi frá því um 1960.[4] Árið 1969 var stofnuð lyftinganefnd innan ÍSÍ sem starfaði þar til 1973 þegar nefndin varð að löggildu sérsambandi sem bar heitið Lyftingasamband Íslands.[4] Undir lögsögu Lyftingasambandsins voru stundaðar bæði kraftlyftingar og ólympískar lyftingar og kepptu menn jafnvel í báðum íþróttum. Það var svo 2. mars 1985 sem að hið upprunalega Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað[4], utan ÍSÍ. Kraftlyftingamenn töldu þörf á að stofna sitt eigið samband eftir að innan lyftingasambandsins hafði starfað sjálfstæð kraftlyftingadeild um nokkurt skeið.[4]

Í desember 2008 var samþykkt að sækja um aðild að ÍSÍ[1] og hófst það ferli með stofnun kraftlyftinganefndar 19. mars 2009 og fluttist þar með aðild gamla KRAFT að alþjóðasamböndum um kraftlyftingar yfir til hinnar nýstofnuðu kraftlyftinganefndar.[5] Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2009 var samþykkt að stofnað yrði Kraftlyftingsamband Íslands þegar komin væru á legg kraftlyftingafélög í að minnsta kosti 5 héraðssamböndum.[6][1] Hinn 15. desember 2009 hafði þetta skilyrði verið uppfyllt og var framkvæmdastjórn ÍSÍ sent bréf þess efnis.[1] Þann 15. apríl 2010 var haldinn stofnfundur hins nýja Kraftlyftingasambands Íslands[1] sem nú var löggilt sérsamband innan ÍSÍ.

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Ársskýrsla KRAFT 2010“. Sótt 2. ágúst 2011.
  2. „Stjórn KRAFT“. Sótt 13. október 2011.
  3. „Starfsskýrslur ÍSÍ - Iðkendur 2010“ (PDF). Sótt 18. október 2011.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 „Kraftaheimar: Saga Kraftlyftinga“. Sótt 2. ágúst 2011.
  5. „159. fundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ“ (PDF). Sótt 18. október 2011.
  6. „Samþykktar tillögur á Íþróttaþingi ÍSÍ 2009“. Sótt 18. október 2011.
  Þessi kraftlyftingagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.